Til baka

Dimma

Dimma

Útgáfutónleikar Dimmu þar sem þeir kynna sína nýjustu plötu "Þögn"

DIMMA fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar Þögn með útgáfutónleikum á Græna Hattinum, Akureyri, laugardaginn 25. September.
DIMMA hefur um árabil verið ein vinsælasta rokksveit landsins og hafa þeir gefið út sex hljóðversplötur,
fimm tónleikaplötur og átt fjölda laga sem farið hafa hátt á öldum ljósvakans.
Þá hefur sveitin einnig hlotið mikið lof og viðurkenningu fyrir tónleika sína,
sem þykja mikið sjónarspil og krafturinn og orkan frá sviðinu lætur engan
ósnortinn.
Á útgáfutónleikunum á Græna Hattinum mun DIMMA flytja plötuna Þögn í heild sinni ásamt úrvali af eldri
perlum.
Þetta er því viðburður sem enginn rokkunnandi má missa af!
DIMMA
Stefán Jakobsson: Söngur
Ingó Geirdal: Gítar & raddir
Silli Geirdal: Bassi & raddir
Egill Örn Rafnsson: Trommur 

Hvenær
laugardagur, september 25
Klukkan
21:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4.900
Nánari upplýsingar