Til baka

Dúettinn Marína og Mikael

Dúettinn Marína og Mikael

Sumartónleikar Akureyrarkirkju
Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona og Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari kynntust í Conservatorium van Amsterdam haustið 2014 og hafa síðan þá unnið saman að ýmsum verkefnum, bæði sem dúett og í stærra samhengi. Þau gáfu út sína fyrstu plötu Beint heim árið 2017 sem tilnefnd var til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem jazzplata ársins. Einnig voru Marína og Mikael bæði tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2020 fyrir sólóplötur sínar sem út komu á árinu 2019. Í haust munu þau gefa út plötu undir hljómsveitarnafninu Tendra.
 
Dúettinn Marína og Mikael flytur eigin tónlist sem fellur undir sameiginlegan hatt söngvaskálda- og jazztónlistar. Lögin bera með sér keim eldri tíma en taka skrefið nær nútímanum með ferskri nálgun þessara ungu tónhöfunda. Textarnir, sem eru bæði á íslensku og ensku, eru lifandi, hnyttnir á köflum og njóta sín sérstaklega vel á íslensku, en jazz á íslensku er vanmetinn konfektmoli. Tónlistin hentar því hvers kyns eyrum, ungum sem öldnum. Ekki er ólíklegt að valin lög af fyrstu plötu dúettsins fái að fljóta með, sem og falleg lög úr íslenskri sönglagasmiðju í útsetningum fyrir rödd og gítar.

Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði, Héraðssjóði, Akureyrarbæ og eru partur af Listasumri ásamt því að vera í samstarfi við Tónaland, styrktir af Tónlistarsjóði.
 
Sjá viðburð á Facebook HÉR
 
Hvenær
sunnudagur, júlí 26
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Nánari upplýsingar

Sumartónleikar Akueyrarkirkju á Facebook

Enginn aðgangseyrir - tekið verður við frjálsum framlögum