Til baka

Eitthvað illt á leiðinni er

Eitthvað illt á leiðinni er

Leiðsögn í hrollvekjuskrifum fyrir börn á grunnskólaaldri

Lumar þú á draugasögu eða hrollvekju? Fáðu leiðsögn til að klára söguna þína.

Sem hluti af listasumri bjóða Amtbókasafnið á Akureyri í samstarfi við Rithöfundaskólann í Breiðholti upp á skyndismiðju í hrollvekjuskrifum.

Mánudaginn 27. júlí eru börn á grunnskólaaldri velkomin að mæta með hugmyndir að sögum á Amtbókasafnið milli kl 12 og 14. Þátttakendur munu fá handleiðslu og ábendingar frá þaulvönum hrollvekjuhöfundi og -ritstjóra.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Markús Már Efraím, sem hefur kennt nærri þúsund börnum skapandi skrif víða um Ísland og erlendis. Markús ritstýrði og gaf út bókina Eitthvað illt á leiðinni er, sem var hrollvekjusafn eftir unga nemendur hans. Markús hefur reglulega komið fram á KrakkaRÚV til að fræða áhorfendur um skapandi skrif.

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
mánudagur, júlí 27
Klukkan
12:00-14:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir