Til baka

Fimmtudagsfjör í sundlauginni

Fimmtudagsfjör í sundlauginni

Steinar Fjeldsted þeytir skífum

Það kannast eflaust flestir við Steinar Fjeldsted en hann hefur svo sannarlega komið víða við á viðburðarríkum ferli. Kappinn stofnaði sína fyrstu hljómsveit aðeins 9 ára gamall en hann slóg ekki í gegn fyrr en tíu árum seinna og þá með hljómsveitinni sinni Quarashi.

Í dag á og rekur hann tónlistar og menningar fjölmiðilinn Albumm.is, Tónlistarskólann Púlz og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Tónlist hefur ávallt spilað stórt hlutverk í lífi Steina en hann ætlar að þeyta skífum í Sundlaug Akureyrar í tilefni Listasumars.

Steini spilar eðal tóna og má nefna tónlistarstefnur á borð við House, rapp og eðal popp! Ekki láta þig vanta í sundið þennan dag en Steini er búinn að semja við veðráttuna! 19 stiga hiti og heiðskírt! Sjáumst!


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
fimmtudagur, júní 16
Klukkan
15:00-18:00
Hvar
Sundlaug Akureyrar, Skólastígur, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir í sundlaug