Til baka

Fornbílahittingur á Listasumri

Fornbílahittingur á Listasumri

Kíktu á stífbónaða stálfáka við Menningarhúsið Hof

Félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hittist á miðvikudögum kl. 20 við Menningarhúsið Hof. Þar verða til sýnis stífbónaðir stálfákar 25 ára og eldri. Líklega eru um áratugur síðan félagar í fornbíladeildinni byrjuðu að hittast á Ráðhústorgi öll miðvikudagskvöld en nú hafa þeir fært sig um set og eru núna við Menningarhúsið Hof.

Allir velkomnir að skoða og spjalla!

Fornbílahittingurinn er samstarfsverkefni Bílaklúbbs Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Akureyrarstofu. Hittingurinn verður öll miðvikudagskvöld í sumar. 

 


Viðburðurinn er hluti af Listasumri

Hvenær
miðvikudagur, júlí 28
Klukkan
20:00-21:30
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir