Til baka

Fræðsluforeldramorgunn með Eyrúnu sálfræðingi

Fræðsluforeldramorgunn með Eyrúnu sálfræðingi

Eyrún sálfræðingur kemur til okkar og fræðir okkur um kvíða, ADHD og einhverfu hjá börnum.
Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur kemur til okkar og fræðir okkur um kvíða barna. Eins ætlar hún að tala aðeins um algengar raskanir eins og ADHD og einhverfu hjá börnum.
Eyrún Kristína hefur sótt fjölda námskeiða um greiningu og meðferð sálrænna erfiðleika. Frá árinu 2014 hefur hún haldið hópmeðferðina Klóka krakka og námskeiðið Klóka litla krakka. Hún hefur réttindi fyrir leiðbeinendanámskeiðið Uppeldi barna með ADHD. Þá hefur hún haldið fjölda fyrirlestra og sinnt fræðslu fyrir börn, foreldra, kennara og starfsfólk grunn- og leikskóla m.a. um líðan barna, kvíða, sjálfsmynd og félagsfærni.
 
Eyrún er starfandi sálfræðingur á METIS sálfræðiþjónustu á Akureyri.
 
Hlökkum mikið til þess að fá hana til okkar og vonumst til þess að sjá sem flesta.
 
Öll velkomin
 
*Fræðslumorgnar eru styrktir af Norðurorku
Hvenær
þriðjudagur, febrúar 28
Klukkan
10:00-12:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri