Til baka

Framandi land og skrítnar skepnur - leiðsögn á Minjasafninu

Framandi land og skrítnar skepnur - leiðsögn á Minjasafninu

Leiðsögn um Íslandskortasafn Schulte hjónanna með Rögnu Gestsdóttur

Land fyrir stafni er sýning Minjasafnsins á Akureyri á einstaklega einstökum landa- og sjókortum frá 1616 til 1800. Komdu inn í veröld kortanna með Rögnu Gestsdóttur starfsmanni Minjasafnsins á Akureyri. 

Í gegnum aldirnar hafa hugmyndir manna um Ísland tekið miklum breytingum. Lengi vel þekktu erlendir kortagerðarmenn lítið til landsins, höfðu mögulega óljósar fregnir af því og færðu hringlaga eyju inn á Evrópukortið. Kortin sýna Ísland í ýmsum myndum allt frá því þegar Ísland var framandi ókunnugt land sem aðrar þjóðir vissu lítið um til þess tíma þegar vísindalegar rannsóknir og mælingar eru að hefjast.

Hvað skildi vanta á kortin? Hver eru þessi sjávarskrímsli? 

Kortin eru hluti gjöf sem Schulte hjónin gáfu Akureyrarbæ og mynda einstaka heild. 

Á sýningunni er leikjaborðið Islandia og aðstaða til að gera eigin landakort.

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
mánudagur, júlí 27
Klukkan
12:10-13:00
Hvar
Minjasafnið á Akureyri - Akureyri Museum, Aðalstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Enginn aðgangseyrir