Til baka

Fullorðin

Fullorðin

Gamanleikur

Sprenghlægilegur gamanleikur um það skelfilega hlutskipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það.

Fullorðið fólk á að vita hvað það er að gera! Staðreyndin er hinsvegar að enginn veit hvað hann er að gera og allir eru að þykjast. Það vekur upp stórar spurningar um það hvenær og hvort maður verði nokkurn tímann fullorðinn? Við leggjum upp í ferðalag um fullorðinsárin og restina af þessari afplánun sem flestir kalla mannsævi!

Leikstjóri Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir

Leikmynd Auður Ösp Guðmundsdóttir

Búningar Björg Marta Gunnarsdóttir

Ljósahönnuður Ólafur Ágúst Stefánsson

Aðstoð við leikmynd og búninga Jasmina Wojtyla

 

Höfundar

Vilhjálmur B Bragason, Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn og teymið

 

Leikarar

Vilhjálmur B Bragason

Birna Pétursdóttir

Árni Beinteinn Árnason

 

Hugmyndavinna og handrit sýningarinnar hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði SSNE

Hvenær
föstudagur, janúar 15
Klukkan
21:00
Hvar
Samkomuhúsið, Akureyri
Nánari upplýsingar