Til baka

Gildagur

Gildagur

Gildaginn 1. febrúar 2020 - Dagskrá

Facebook viðburður Gildagsins HÉR
*Birt með fyrirvara um breytingar

 

Kl. 11-17
Fróði fornbókabúð

Hálft verð ljóðadagur
Viðburður á Facebook HÉR

Komdu í einu fornbókabúð Akureyrar á Gildaginn. Fróði verður í sérstöku ljóðaskapi og bíður upp á 50% afslátt af völdum ljóðatitlum í tilefni dagsins. Komdu og grúskaðu í notalegu umhverfi, kaffisopi í boði fyrir gesti.

Kl. 12-17
Listasafnið á Akureyri

Facebook síða Listasafnsins á Akureyri HÉR

Enginn aðgangseyrir í tilefni dagsins á yfirstandandi sýningar. Hægt er að sjá nánar um sýningar safnsins á www.listak.is

Kl. 13-17
Sjoppan vöruhús

Gildagur í Sjoppunni
Viðburður á Facebook HÉR

Í tilefni dagsins verða valdar vörur á sérstöku Gildagsverði, boðið upp á Lakkríssmakk frá Johan Bulow og blöðrur fyrir börnin. Jafnframt geta viðskiptavinir skráð sig í Gildagsleik Sjoppunnar sem dregið verður úr í lok dags, bragðgóð verðlaun.

Kl. 14-17 - Opnun
RÖSK rými

Icelandic Dreamscapes
Viðburður á Facebook HÉR

Listakonurnar Katya Kan (UK) & Natasha van Netten (CAN) opna spennandi sýningu í RÖSK rými. Þær dvelja báðar um mundir í gestavinnustofu NES Residency á Skagaströnd og verkin sem þær sýna eru unnin þar.

Kl. 14-17
Deiglan – Gilfélagið

Intertwined – Myndlistarsýning
Viðburður á Facebook HÉR

Gestalistamaður Gilfélagsins, Çağlar Tahiroğlu, sýnir afrakstur dvalar sinnar ásamt verkum í vinnslu frá rannsóknarferð sinni til Austur-Kongó. Çağlar er fransk/tyrkneskur myndlistarmaður og sálfræðingur sem vinnur þvert á miðla.
*Opnunarhóf er 31. janúar kl. 19-22

Kl. 14-17 - Opnun
Mjólkurbúðin – salur Myndlistarfélagið

Symparthy '20 - 2
Viðburður á Facebook HÉR

Japanska listakonan Shoko Miki sýnir afar áhugaverð verk í Mjólkurbúðinni.

Kl. 14-17
Studio Stóllinn

Opin textílvinnustofa
Facebook síða Stólsins HÉR

Mæðgurnar Ragnheiður Björk og Guðbjörg Þóra opna vinnustofu sína fyrir gestum og gangandi í tilefni Gildagsins. Komdu í heimsókn á magnaða textílvinnustofu í hjarta Listagilsins.

kl. 15-17 - Opnun
Listasafnið á Akureyri

Línur / Lines
Viðburður á Facebook HÉR

Átta listamenn frá sex ólíkum löndum og fjórum heimsálfum „draga línur” sem verða til í gegnum ólík listform í þeim tilgangi að eiga samskipti við umheiminn. Sýningarstjóri: Mireya Samper.


*Ef þú ert með viðburð í nálægð við Listagilið þessar dagsetningar getur þú sent inn þátttökubeiðni á netfangið almar@almar.is. Athugið að þátttökubeiðni verður að berast tíu dögum fyrir Gildaginn.  

 

Hvenær
laugardagur, febrúar 1
Klukkan
11:00-17:00
Hvar
Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar