Til baka

Hæ! Tröllum - Þrír karlakórar í syngjandi sveiflu

Hæ! Tröllum - Þrír karlakórar í syngjandi sveiflu

Tónleikar

Tónleikar í Glerárkirkju
Aðgangseyrir 3000 kr.

Fram koma:
- Karlakór Akureyrar - Geysir
- Karlakór Dalvíkur
- Karlakór Kjalnesinga

Formið á tónleikunum er þannig að hver kór syngur nokkur lög, en síðan fylgja sameiginleg lög þessara ofantaldra kóra.



Hæ-Tröllum varð til árið 2006.
Árið áður var landsmót karlakóra haldið í Hafnarfirði. Þá gerði vitlaust veður og nokkrir kórar af Austur- og Norðurlandi komust ekki á landsmótið. Vorið eftir var ákveðið að hóa saman kórum sem þurftu að sitja heima svo þeir gætu sungið það sem svo rækilega var búið að æfa fyrir landsmót.
Þetta litla söngmót tókst svo vel að það hefur verið haldið reglulega síðan. Þarna mæta kórfélagar þátttökukóranna ásamt mökum sínum og allir eiga saman frábæran dag!

Á annan tug kóra hefur tekið þátt í Hæ-Tröllum frá byrjun.

Hvenær
laugardagur, febrúar 22
Klukkan
16:00
Hvar
Glerárkirkja, Hlíðarbraut, Akureyri