Til baka

Heima um Jólin

Heima um Jólin

Jólatónleikar

Hinir árlegu jólatónleikar Friðrik Ómars og Rigg viðburða fagna fimm ára afmæli í Hofi í desember.

Það má með sanni segja að tónleikarnir hafi vaxið og dafnað ár frá ári en margar af skærustu söngstjörnum

þjóðarinnar hafa glatt gesti Hofs með stórkostlegum flutningi á söngperlum jólanna í desember.

Sem fyrr fær gestgjafinn, Friðrik Ómar, til sín góða vini í sófann og saman stíga þau á stokk og framkalla hverja gæsahúðina á fætur annarri.

Ekki má gleyma hljómsveit Rigg viðburða sem er undir stjórn Ingvars Alfreðssonar.

Sannarlega viðburður sem enginn má missa af!

 

Gestir Friðriks verða kynntir á næstu dögum. Fylgist vel með á facebook síðu Heima um jólin:

https://www.facebook.com/heimaumjolin

Hvenær
laugardagur, desember 12
Klukkan
19:00-22:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Nánari upplýsingar

2 sýningar: kl. 19:00 og kl. 22:00

www.mak.is