Til baka

Hermannsgangan 2020

Hermannsgangan 2020

Hermannsgangan fer fram í Hlíðarfjalli 25. janúar 2020. Eins og með allar göngur í Íslandsgöngumótaröðinni þá eru þær hugsaðar jafnt fyrir trimmara sem og keppnisfólk og allir eiga að finna vegalengd við hæfi. Reynt verður að gera brautina svo hún hæfi öllum.

24 km. fyrir 17 ára og eldri. Skráningargjald 6.000 kr. til og með 19. janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 8.000 kr. Skráningu lýkur 24. janúar kl. 21:00.

ATH að í ár verður einnig boðið upp á opið start fyrir þá sem það kjósa. Það á einungis við um lengstu vegalengd (24 km.). Þátttakendur í opnu starti fá tímann sinn skráðann en geta ekki unnið til verðlauna/stiga í Hermanns-/Íslandsgöngunni.

12 km. fyrir 12 ára og eldri. Skráningargjald 3.000 kr. til og með 19. janúar, eftir það hækkar skráningargjald í 4.000 kr. Skráningu lýkur 24. janúar kl. 21:00.

4 km. ekkert aldurstakmark. Skráningargjald 1.000 kr. Skráningu lýkur 24. janúar kl. 21:00.

Allir þátttakendur í öllum flokkum fá viðurkenningarpening að launum.

Dagskrá:
Föstudagurinn 24. janúar 2020.
Kl. 17:00-19:30 Afhending keppnisgagna og brautarlýsing í skíðagönguhúsinu í Hlíðarfjalli.

Laugardagurinn 25. janúar 2020.
Kl. 9:30-11:00 Afhending keppnisgagna og brautarlýsing í skíðagönguhúsinu í Hlíðarfjalli.
Kl. 10:30-11:00 Opið start fyrir þá sem það kjósa. Á einungis við lengstu vegalengd (24 km.). ATH. þátttakendur í opnu starti fá tímann sinn skráðan en geta ekki unnið til verðlauna/stiga í Hermanns- /Íslandsgöngunni.
Kl. 12:00 Ræsing Hermannsgöngu - allir flokkar.
Kl. 15:00 Verðlaunaafhending og veitingar í sal Verkmenntaskólans, Eyrarlandsholti.

Hvenær
laugardagur, janúar 25
Klukkan
09:30-17:00
Hvar
Hlíðarfjall
Nánari upplýsingar

Skráning hér