Til baka

Hjólabrettanámskeið fyrir fullorðna

Hjólabrettanámskeið fyrir fullorðna

Steinar Fjeldsted og Dagur Örn frá Hjólabrettaskóla Reykjavíkur halda 3ja daga hjólabrettanámskeið á Akureyri fyrir fullorðna!

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur heldur hjólabrettanámskeið á Akureyri fyrir fullorðna.
Það eru Steinar Fjeldsted og Dagur Örn sem annast kennsluna en þeir hafa mikla reynslu af hjólabrettum og hjólabrettakennslu.

Farið verður í allar undirstöður hjólabrettisins eins og t.d hvernig á að standa á brettinu, beita hnjám, líkama O.fl. Fyrir þá sem eru lengra komnir verður farið í ögn flóknari trikk eins og Shuvit, Kickflip og 360 Flip svo sumt sé nefnt. Skipt verður í hópa eftir getu.

Námskeiðiði er 3 skipti, dagana 9. - 11. júlí og kostar 11.900 kr fyrir öll 3 skiptin.

9. júlí - 19.00 - 20.30
10. júlí - 19.00 - 20.30
11. júlí - 17.00 - 18.30

Ekki skiptir máli hvort viðkomandi sé byrjandi eða lengra kominn en skipt verður í hópa eftir getu.

Námskeiðið er fyrir 18 ára og eldri.

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur á Facebook og Instagram

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
9. - 11. júlí
Hvar
Háskólapark
Verð
11.900,-
Nánari upplýsingar

Skráning fer fram á hjolabrettaskoli@gmail.com og í síma: 768-8606