Til baka

Höfundahasar í Hömrum

Höfundahasar í Hömrum

Barnabókarithöfundarnir Gunnar Helgason og Bjarni Fritzson lesa upphátt úr bókum sínum og sitja fyrir svörum.
Barnabókarithöfundarnir Gunnar Helgason og Bjarni Fritzson lesa upphátt úr bókum sínum og sitja fyrir svörum. Tveir nemendur úr Giljaskóla og Naustaskóla spyrja þá Gunnar og Bjarna spjörunum úr og leita svara við fjöldamörgum spurningum sem upp komu við lestur bóka þeirra. Gestir í sal fá einnig tækifæri til  að spyrja. Brynhildur Þórarinsdóttir barnabókarithöfundur er spyrlunum til aðstoðar. Vinningshafar úr Stóru upplestrarkeppninni lesa upphátt fyrir gesti.
 
Þessi viðburður eru öllum opin og börn á öllum aldri hjartanlega velkomin.
 
Upplýsingar um skráningu kemur inn síðar.
 
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.
 

Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri.
 
Hvenær
fimmtudagur, apríl 22
Klukkan
14:00-15:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar