Til baka

Jökulsárgljúfur og Húsavík

Jökulsárgljúfur og Húsavík

Stórbrotin náttúra. Hægt að velja lengri eða styttri gönguleiðir.

Dagsferð frá Akureyri sem hentar öllum aldurshópum. 

Lagt af stað frá Akureyri kl. 08:00 og haldið austur að Dettifossi en á leiðinni er stutt þægindastopp í Mývatnssveit. Góður tími til að skoða tvo mikilfenglega fossa, Dettifoss og Selfoss og nánasta umhverfi þeirra. Því næst er útsýnisstopp við Hafragilsfoss áður en haldið er í Hólmatungur en þar hefst um 10 km ganga um undraheima Jökulsárgljúfurs að Hljóðaklettum. Þeir sem kjósa styttri göngu skoða sig um í Hólmatungum og fara svo með rútunni í Hljóðakletta en þar er hægt að velja um nokkar mismunandi gönguleiðir.

Frá Hljóðaklettum er ekið sem leið liggur um Kelduhverfi og Tjörnes til Húsavíkur en þar verður stoppað í tvær klukkustundir. Á Húsavík hafa þátttakendur frjálsan tíma en þeir geta t.d. farið í Sjóböðin eða skoðað sig um í bænum en þar eru margir spennandi veitingastaðir. Áætluð koma til Akureyrar er um kl. 21:00. 

Hvenær
laugardagur, júlí 3
Klukkan
08:00-21:00
Hvar
SBA Norðurleið - Bus terminal, Akureyri
Verð
7.650 - 15.300 kr. (aldurstengt)
Nánari upplýsingar