Til baka

KIMI

KIMI

Tónleikar sem einkennast af söng, slagverki og harmoniku

KIMI flytur fjölbreytta tónlist samda fyrir sérstaka hljóðfærasamsetningu þeirra; söng, harmóníku og slagverk, sem og eigin þjóðlagaútsetningar. Efnisskrána prýða meðal annars angurvær grísk ljóð, húmorískur óður til íslenskra hikorða og þjóðlög frá heimakynnum flytjenda; Grikklandi og Íslandi.

Tónlistarhópurinn KIMI er skipaður Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur söngkonu, Katerinu Anagnostidou slagverksleikara og Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni harmóníkuleikara. Meðlimir koma frá Íslandi og Grikklandi en kynntust í námi við Konunglega danska tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Þau hafa spilað saman frá árinu 2018 og haldið opinbera tónleika bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Tríóið einblínir einkum á flutning nýrrar tónlistar í bland við eigin útsetningar á þjóðlagatónlist. Það felur oftar en ekki í sér náið og spennandi samstarf við tónskáld sem samið hafa fyrir sérstaka hljóðfærasamsetningu hópsins. Þar má nefna frumflutning á verkum eftir tónskáldin Finn Karlsson, Nick Martin og Christos Farmakis sem samið hafa fyrir KIMA, Atla Heimi Sveinsson og fleiri.

*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
miðvikudagur, júlí 15
Klukkan
16:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Aðgangseyrir 1.250 kr. / 25% afsláttur fyrir nemendur og eldri borgara. ATH. Enginn posi en hægt verður að nota Aur appið.
Nánari upplýsingar

Aðgangseyrir 1.250 kr. / 25% afsláttur fyrir nemendur og eldri borgara

ATH. Enginn posi á staðnum en hægt verður að nota Aur appið