Til baka

Kvikmyndasýning - H.O.P.E. What you eat matters

Kvikmyndasýning - H.O.P.E. What you eat matters

Orðakaffi stendur fyrir reglulegum kvikmyndasýningum sem er ætlað að efla umhverfisvitund á Akureyri. Sýningarnar eru í samvinnu við SUNN - Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Amtsbókasafnið á Akureyri en það eru óháð samtök.

Það kostar ekkert inn og eru allir velkomnir! Orðakaffi býður upp á 20% afslátt af kaffi og kökum fyrir þá sem eru að koma á viðburðinn.

Janúar kvikmyndasýning verður: H.O.P.E. What you eat matters

Lengd: 1 klukkustund og 32 mínútur.

Ath! Hentar ekki börnum! það inniheldur sterkar myndir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu.

Um helmingur íbúa í vestrænum ríkjum glíma við ofþyngd. Hjarta-og æðasjúkdómar, sykursýki og krabbamein er orðið að faraldri. Á síðustu 50 árum hefur kjötneysla okkar fimmfaldast. Og til að anna eftirspurn er 65 milljörðum dýra slátrað á hverju ári fyrir matarneyslu okkar. Þriðjungi af ræktuðu korni í heiminum er gefið dýrum á meðan 1,8 milljarðar fólks í heiminum glíma við hungur og svelti. Er virkilega til lausn við öllum þessum vandamálum?

Kvikmyndin sýnir fram á ótrúlega einfalda, þó yfirgripsmikla lausn, sem á sér stað á matardiskum okkar. Með því að breyta matarvenjum okkar er hægt að bæta eigin heilsu, en líka stuðla að heilbrigði jarðarinnar okkar.

Hvenær
föstudagur, janúar 24
Klukkan
16:30
Hvar
Orðakaffi. Eat, Drink & More, Brekkugata, Akureyri