Til baka

Kvöldsigling í Drangey

Kvöldsigling í Drangey

Sannkölluð ævintýraferð um heillandi náttúru og söguslóðir.

Förum kl. 17:30 á smárútu með ökuleiðsögumanni frá Akureyri til Sauðárkróks og tökum stutt þægindastopp á Sauðárkróki fyrir siglingu. Eftir að komið er um borð í bátin sem flytur okkur út í Drangey er leiðsögn í höndum heimamanna sem gjörþekkja sögu og lífríki eyjunnar.

Reikna má með að ferðin út í Drangey taki um fjórar klukkustundir. Sjálf siglingin er þægileg, tekur 30 mín hvora leið og oftar en ekki láta hvalir og selir sjá sig á leiðinni. Eyjan er einstök náttúruperla í miðju Skagafjarðar, nálægðin við fjölbreytt fuglalífi í bjarginu er mikil og þaðan er frábært útsýni yfir allan fjörðinn. 

Hvenær
miðvikudagur, júní 16
Klukkan
17:30-00:30
Hvar
SBA Norðurleið - Bus terminal, Akureyri
Verð
19.900 - 21.900 ISK (aldurstengt)
Nánari upplýsingar