Til baka

List, lyst og list

List, lyst og list

Myndlist, matarlyst og tónlist
Verið velkomin á skemmtilegasta góðgerðaviðburð vorsins!
 
Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 ykkur til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk.
Boðið verður upp á andlitsmálun og listasmiðju fyrir börnin. DJ Vélarnar þeytir skífum, svo það er tilvalið að taka nokkur dansspor milli þess sem þið dekrið við bragðlaukana með úrvals kræsingum.

Enginn aðgangseyrir en auk uppboðsins verður tekið á móti frjálsum framlögum til styrktar Rauða krossinum.
 
Ladies Circle eru alþjóðleg góðgerðarsamtök kvenna á aldrinum 18-45 ára þar sem vináttan er í forgrunni. Á Íslandi eru starfræktir 17 LC klúbbar en Ladies Circle 7 er einn af þremur slíkum klúbbum sem starfa á Akureyri.
Nánari upplýsingar um starfið má finna á https://ladiescircle.is/ og fylgjast má með undirbúningi viðburðarins á https://www.instagram.com/lc7iceland/
Hvenær
sunnudagur, mars 26
Klukkan
15:00-18:00
Hvar
Viðjulundur 2, Akureyri