Til baka

Af fingrum fram - Katrín Halldóra

Af fingrum fram - Katrín Halldóra

Katrín Halldóra sló í gegn í hutverki Elly Vilhjálms í Borgarleikhúsinu

Katrín Halldóra sló í gegn í hlutverki Elly Vilhjálms í Borgarleikhúsinu hér um árið og varð landsþekkt í kjölfarið. Síðan þá hefur hún ekki slegið slöku við og er í dag ein vinsælasta söngkona landsins.

Það má reikna með frábærri kvöldstund þegar Jón Ólafsson rekur úr henni garnirnar um lífið úti á landi, leikhúsið og auðvitað tónlistina.

Með þeim verða Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikari og Birgir Steinn Theódórsson, kontrabassaleikari.

Hvenær
laugardagur, febrúar 10
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri