Til baka

Fjörleikahús Hvanndalsbræðra

Fjörleikahús Hvanndalsbræðra

Við endurtökum leikinn frá því í fyrra en þá ætlaði allt um koll að keyra í menningahúsinu Hofi í bókstaflegri merkingu því bræðurnir komu keyrandi á bíl inn á sviðið.

Það er algjörlega óvitað hvaða uppátækjum má reikna með frá Hvanndalsbræðrum í þetta skipti en ljóst að gestir kvöldsins eru úr efstu hillu, einhverjir dáðustu grínistar sem þjóðin hefur alið þeir Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Jón Gnarr.

Það má reikna með mikilli gleði, söng og allskyns uppátækjum á þessu fjörleikahúsi Hvanndalsbræðra. Síðast komust allir að sem vildu, tryggið ykkur miða í tíma.


Hvenær
laugardagur, september 21
Klukkan
21:00-23:00