Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Skírdag. 6. apríl í Hofi
Brandenborgarkonsert Bachs og kórverk hans um þrautagöngu og leyndardóma handan grafar og dauða mæta sturlaðri og sundurskotinni skrumskælingu á einleikskonsert barrokktímans.
Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri verður einnig í hlutverki einleikara á tónleikunum á píanó og sembal. Undir hans stjórn flytjur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt kór og einsöngvurum nokkur af fegurstu verkum Bachs og hinn stórmerkilega og kostulega Concerto Grosso eftir Alfred Schnittke.
Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach
Himmelskönig, sei willkommen BWV 182
Alfred Schnittke
Concerto Grosso númer 1 fyrir tvær fiðlur, sembal, píanó og strengi
Hlé
Johann Sebastian Bach
Brandenborgarkonsert númer 5 fyrir flautu, fiðlu, sembal og strengi BWV 1050
Christ lag in Todesbanden BWV 4
Komm, o Tod, du Schlafes Bruder BWV 56