Til baka

Nýárstónleikar

Nýárstónleikar

Glæsilegir nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undir stjórn Daníels Þorsteinssonar ásamt stórsöngvurunum Þóru Einarsdóttur, Andra Birni Róbertssyni, Hönnu Dóru Sturludóttur og Degi Þorgrímssyni verða haldnir þann 15. janúar kl. 20. Við munum fagna nýárinu í Hofi með glæsibrag og hefur Daníel sett saman hátíðlega og stórskemmtilega dagskrá í tilefni þess. Fluttir verða valsar, polkar, forleikir og aríur eftir tónskáld á borð við Johann Strauss, Sergei Prokofiev o.fl og munu gestir fá að njóta þessarar hátíðardagskrár í Hamraborg, auk þess sem leynigestur innan úr sveit mun stíga á stokk.

Á tónleikunum verður frumflutt Fantasía um Ólaf Liljurós sem Michael Jón Clarke samdi sérstaklega af þessu tilefni.

Boðið verður upp á léttar veitingar og stutta kynningu á persónum og leikendum klukkustund fyrir tónleika þar sem veislustjóri er Michael Jón Clarke. Ekki láta þig vanta á þessa einstöku hátíðartónleika og tökum saman á móti nýju ári með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og stórskotaliði söngvara í Hofi.

 

 

Efnisskrá

Johann Strauss II: Leðurblakan: Forleikur

Franz Lehár: Das Land des Lächelns: Dein ist mein ganzes Hertz

Erich Wolfgang Korngold: Die tote Stadt: Dúett: Glück, das mir verblieb

Emmerich Kálmán: Das Veilchen vom Montmatre: Heut' Nacht hab' ich geträumt von dir

Emmerich Kálmán: Gräfin Mariza: Höre ich Zigeunergeigen

Dmitri Shostakovich: Waltz nr. 2

 

HLÉ

Johann Strauss II: Tritsch-Tratsch-Polka

Robert Stolz: Vor meinem Vaterhaus

Franz Lehár: Káta ekkjan: Dúett: Lippen schweigen

Es lebt eine Vilja

Sergei Prokofiev: Dans riddaranna úr Rómeó og Júlíu

Michael Jón Clarke: Fantasía um Ólaf liljurós

 

 

Hvenær
laugardagur, janúar 15
Klukkan
20:00-22:00
Nánari upplýsingar