Til baka

Pálmi Gunnars - stórafmælistónleikar

Pálmi Gunnars - stórafmælistónleikar

Í tilefni af 70 ára afmæli Pálma Gunnars verður blásið til tónleika í Hofi 23. október næstkomandi. Þar mun Pálmi, ásamt gestum, taka öll sín bestu og vinsælustu lög.
 
Ekki þarf að fjölyrða um tónlistarferil Pálma enda fáir íslenskir tónlistarmenn sem eiga jafnlangan og farsælan feril að baki og hann.  Ásamt því að starfa með Mannakornum, Brunaliðinu, Friðryk, Blúskompaníinu og Póker, svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar, hefur Pálmi átt glæsilegan sólóferil og unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með söngperlum sem hvert mannsbarn þekkir.
 
Hver man ekki eftir lögum eins og:
✨ Þitt fyrsta bros
✨ Þorparinn
✨ Reyndu aftur
✨ Samferða
✨ Vegurinn heim
✨ Hvers vegna varstu ekki kyrr?
Allir muna einnig eftir Gleðibankanum, fyrsta framlagi Íslendinga í Eurovision, sem Pálmi flutti ásamt Helgu Möller og Eiríki Haukssyni.
 
Pálma til halds og trausts verður landslið hljóðfæraleikara.
 
Þetta eru tónleikar sem aðdáendur Pálma mega ALLS EKKI láta framhjá sér fara.
 
Forsala miða hefst miðvikudaginn 1. júlí kl 10:00 og fer fram inn á mak.is
Hvenær
föstudagur, október 23
Klukkan
19:00
Hvar
Hof, Strandgata, Akureyri