Til baka

Plöntuskipti

Plöntuskipti

Plöntuskipti munu fara fram á stéttinni fyrir utan Amtsbókasafnið fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00.

Öllum er velkomið að skiptast á blómum, græðlingum og fræjum. Planta á móti plöntu og svo framvegis. Einnig verður hægt að skiptast á blómapottum, garðáhöldum og öðru garðdóti.

Þeir sem ekkert hafa til skiptanna eru líka velkomnir, það er aldrei að vita nema hægt sé að fá plöntu eða græðlinga á hagstæðum kjörum. Einnig er þetta upplagt tækifæri fyrir þá sem eiga umfram, að deila með öðrum.

Við minnum á þemaborðið við afgreiðsluna, en í þema maí mánaðar er einmitt gróður. Þar er því að finna fullt af bókum tileinkuðum garðinum, ræktun og öllu sem því tengist.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Hvenær
fimmtudagur, maí 28
Klukkan
17:00-18:30
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata 17, Akureyri