Til baka

Rapp, textagerð og framkoma með Steina Quarashi (9 ára+)

Rapp, textagerð og framkoma með Steina Quarashi (9 ára+)

Spennandi listasmiðja fyrir unga rappara

Tónlistarskólinn Púlz kemur norður og heldur heljarinnar Rapp-listasmiðju í tilefni Listasumars. Þar verður meðal annars farið yfir lengd takta (bars) og hvernig textinn passar taktinum hverju sinni. Skoðað verður hvernig á að beita orðum á réttum stöðum (punchlines), fara frá rappi yfir í viðlag, flæði kannað og grunnur lagður að haldbærri kunnáttu á rímum. Einnig verður farið yfir framkomu, en rapp hefur ávallt verið tónlist tjáningar og er framkoma stór partur af henni. Tilbúnir taktar verða í boði Púlz sem henta sérstaklega byrjendum. Jafnframt verður hægt að búa til sína eigin takta með aðstoð leiðbeinanda, sem passa við textann og flæðið.

Hjá PÚLZ er lögð mikil áherslu á sjálfstætt sköpunarferli þar sem allt er leyfilegt, alveg eins og í rapptónlist. Það er enginn annar en Steinar Fjeldsted sem kennir þessa flottu listasmiðju en flestir þekkja hann úr hljómsveitinni QUARASHI. Steini er frumkvöðull þegar kemur að Íslensku rappi en hann og félagar hans í Quarashi eiga þann heiður að hafa gefið út fyrsta Íslenska rapplagið, Switchstance. Steini hefur ferðast út um allan heim, spilað fyrir framan mörg hundruð þúsund manns og unnið með heimsfrægu tónlistarfólki. Það finnst varla hæfari maður en Steini i djobbið!

Helstu upplýsingar:

Dagsetning: 14.-16. júní
Tímasetning: Kl. 14.00 - 16.00
Staðsetning: Rósenborg, Skólastígur 2
Aldur: 9 ára og eldri
Þátttökugjald: 11.900 kr.
Skráning: info@pulz.is
Leiðbeinandi: Steinar Fjeldsted, tónlistarmaður


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
14. - 16. júní
Klukkan
14:00-16:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
11.900 kr. - Skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Nánar um Púlz HÉR