Til baka

Samtal

Samtal

Sýning um tal, já og umtal, sjálfstal og samtal. Kannski kannast þú við þig eða einhverja sem þú þekkir. Það gæti glatt þig en kannski kannt þú bara alls ekki við það.

Samtal

Við þurfum sem betur fer ekkert að vita hvert samtalið leiðir. Sýningin er einföld flétta, þrjú verk sem umvefjast um orð, sögð og ósögð. Stundum þarf engin orð til að eiga gott samtal.

„Þegar ÉG var“

er innsetning tileinkuð yfirboðurum fortíðar. Þegar yfirmenn voru drottnandi, skiptandi sennilega oftast með talsmáta í boðhætti. Gestum er boðið sæti í vinalegum símastól frá sjöunda áratugnum um leið og þeir hlýða á frásagnir af yfirmönnum (og konum) sem sögðu oftar ÉG en viltu. Fásagnir hljóma frá fólki sem mátti þakka fyrir að fá vinnu hjá yfirvaldinu sjálfu.

Þrátt fyrir að yfirvaldið vilji gjarnan eiga lokaorðið gefst gestum færi á og deilda sinni frásögn af eftirminnilegum yfirmönnum. Sem fara í sögusarp yfirvaldsins: "hlustaðu nú". Sögur af yfirvaldinu og stjórnendaháttum fortíðar hefur ekki verið gerð skil til þessa. Hér er gerð tilraun til að fagna þennan merka menningararf áður en hverfur og kemur aldrei aftur.

 

"Fremst meðal jafningja"

eru örsögusafn um stéttaskiptingu í íslensku samfélagi þar sem sætaskipan, matsalur, áheyrn, hattar og goggunarraðir koma við sögu. Samsafn frásagna og kannski flökkusögur um birtingamyndir vinnustaðamenningar. Grátbrotslegar frásagnir sorglega nálægt sannleikanum.

 

"Hugarheimar, óstýrt sjálfstal"

er endurspeglun á sjálfstali sem getur runnið saman og myndað leiðinda són. Són sem getur jafnvel haldið fyrir manni vöku, stoppað mann í upphafi verkefna og eða á leiðinni út. Kannski er það merki um að þekkja einhvern þegar maður þekkir hver sónn hans er.

Höfundur er óþekktur, fléttari Aðalheiður Sigursveinsdóttir

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars og Gilfélagsins

 

Hvenær
2. - 6. júlí
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir