Til baka

Stefnumót við Akureyri

Stefnumót við Akureyri

Sýningaropnun og bókarkynning

Inga Dagný Eydal opnar sýninguna „Stefnumót við Akureyri" þann 4. mars nk. kl.16.30 í anddyri Amtsbókasafnsins á Akureyri, en þar sýnir sýnir Inga ljósmyndir og örljóð. Um er að ræða ljósmyndir sem snúast um nokkur fyrirbæri sem, í huga höfundarins, einkenna Akureyri. Hvert slíkt þema geymir ljósmyndir og einnig ljóð sem tengir myndirnar saman og túlkar hugmyndir höfundar um þær. Myndirnar eru nýjar eða nýlegar en ljóðin eiga sér flest skírskotun í minningar höfundar um bæinn sinn. Inga er fædd á Akureyri árið 1963 og hefur búið þar lengst af. Menningarsjóður Akureyrar styrkir sýninguna.

Við sama tækifæri kynnir Inga bók sína „Konan sem datt upp stigann" sem JPV/Forlagið gefur út um þessar mundir. Bókin ber undirtitilinn „Saga af kulnun" og lýsir vegferð höfundar allt frá bernsku og þar til hún veiktist af kulnun.

„Hér segir Inga Dagný sögu sína og birtir brot úr dagbókum. Auk þess segir hún frá fólkinu sínu sem sumt þurfti einnig að takast á við áföll og alvarlega sjúkdóma. Konan sem datt upp stigann er saga konu sem tekst á við kulnun af æðruleysi en hún kemur líka oft auga á broslegu hliðarnar. Hún lítur gagnrýnum augum til fortíðar um leið og hún horfir fram á veginn í leit að lausnum og bata." (af bókarkápu)

Allir velkomnir.

Hvenær
miðvikudagur, mars 4
Klukkan
16:30-17:30
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Nánari upplýsingar