Unnin verður stutt leiksýning í gegnum samsköpun og út frá upplifunarheimi ungs fólks í dag. Umfjöllunarefni verða fundin í gegnum fréttamiðla, samfélagsmiðla, umræður og viðtöl. Þá taka við umræður innan hópsins þar sem nemendur setja fram spurningar og nálgun leiklistar notuð til að velta þeirri spurningu upp og sjá hvert svarið við henni gæti verið. Er jafnvel fleira en eitt svar til?
Kennari er Jenný Lára Arnórsdóttir. Gefin verður nestispása þegar tíminn er hálfnaður og mælum við með að koma með hollt og gott nesti til að gæða sér á. Kennsla og sýning fer fram í Samkomuhúsinu í lok námskeiðs og sem hluti af dagskrá 17. júní. Þá mun einnig vera lögð áhersla á að bæta sjálfstraust og þor nemenda í gegnum leiklistaræfingar og -leiki.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 12.-16. júní
Tímasetning: Kl. 12.00- 16.00
Staðsetning: Samkomuhúsið
Skráning: www.sportabler.com
Aldur: Ungmenni fædd 2007-2010
Hámark þátttakenda: 14
Gjald: 49.000 kr.
Annað: Fyrirspurnir má senda á lla@mak.is
Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2023.