Til baka

Tilraunakennd hljóðlistarsmiðja

Tilraunakennd hljóðlistarsmiðja

Skapaðu eigin hljóðheim!

Skapandi smiðja þar sem hljóðbylgjur og tilraunastarfsemi ráða ríkjum! Þátttakendur búa til eigið hljóðverk á þremur dögum og eina skilyrðið er að hægt sé að nema þau með eyrunum. Verkin eru tekin upp og unnin af þátttakendum undir handleiðslu Jóns Hauks Unnarsssonar. Hvatt er sérstaklega til skapandi nálgunar og að fara óhefðbundnar leiðir við framköllun hljóðs og vinnslu þess. Upptökubúnaður og úrval hljóðfæra verða til staðar og eru þátttakendur hvattir til að mæta með eigin tölvur til kúrsins. Reynsla af hljóðfæraleik eða vinnslu tónlistar er kostur en alls ekki skilyrði.

Skipulag smiðju eftir dögum

Dagur 1: 13:00-16:00
Kynning á fyrirbærinu sem hljóð er, hvernig við skynjum og getum unnið með það. Þátttakendur setja sér markmið - hvernig verk vil ég skapa? Hvaða hljóðheim vil ég búa til? Búnaður og hljóðfæri kynnt til leiks og þátttakendur hvattir til að leita út fyrir kassan að mögulegum uppsprettum hljóðs.
Upptökur og vinnsla á verkunum hefst.
Dagur 2: 13:00-16:00
Unnið verður áfram í hljóðverkunum við upptökur og vinnslu.
Leiðbeinandi hjálpar til við mótun verkana og aðstoðar við notkun á upptökubúnaði og hljóðfærum.
Dagur 3: 13:00-1600
Lokafrágangur á verkunum.

Eftir smiðjuna mun leiðbeinandi hljóðblanda(e. mixa) og hljómjafna(e. mastera) verkin svo hægt verði að sýna þau saman á Akureyrarvöku.

Smiðjan er ætluð 14 ára og eldri.


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
7. - 9. júlí
Klukkan
13:00-16:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
kr. 6.000
Nánari upplýsingar

Skráning og frekari upplýsingar: jonhaukur@gmx.de

Takmarkaður fjöldi þátttakenda.