Til baka

Tríóið DJÄSS - tónleikar á Minjasafninu á Akureyri

Tríóið DJÄSS - tónleikar á Minjasafninu á Akureyri

Tríóið DJÄSS stígur á sviðið sýningarinnar Tónlistarbærinn Akureyri á Minjasafninu á Akureyri.

Tríóið DJÄSS er skipað tónlistarmönnunum, Karli Olgeirssyni á píanó, Jóni Rafnssyni á bassa, og Kristni Snæ Agnarssyni á trommur.

Tríóið hefur skapað sér nafn og sérstöðu á íslensku tónlistarsenunni með skemmtilegum og frumlegum útsetningum á íslenskum rokk-, punk- og dægurlögum. Árið 2011 kom út platan "Songs from the top of the world" sem náði gífurlegum vinsældum og er enn að seljast. "We ride Polar Bears" kom út árið 2015 og var beint framhald af fyrri plötunni og hlaut einnig mjög góðar viðtökur, en þar mátti einnig heyra frumsamin lög og þekkt erlend lög, en á plötunni "DJÄSS" sem nýlega kom út er eingöngu frumsamið efni.

Á efnisskrá tónleikanna munu lög af seinustu plötu þeirra félaga verða nokkuð áberandi, en einnig hljóma lög af fyrri plötum sem og nýtt efni sem ekki hefur heyrst á tónleikum hjá þeim áður.

Tónleikarnir hefjast kl.17.00 og er miðasala við innganginn. Verð aðgöngumiða er 2.000,-

Þeir félagar eru á tónleikaferðalagi um landið og nú er röðin komin að norðurlandinu, en tónleikaröðin endar á Jazz Baltica hátíðinni í Þýskalandi 25.júní n.k.

 

Tríóið DJÄSS – www.djass.com

- KARL OLGEIRSSON píanó

- JÓN RAFNSSON bassi

- KRISTINN SNÆR AGNARSSON trommur

Hvenær
föstudagur, maí 27
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Aðalstræti 58, Akureyri
Verð
2000 kr - miðinn gildir út árið á 5 söfn