Til baka

Úlfur Úlfur

Úlfur Úlfur

Úlfur Úlfur loksins aftur á Græna hattinum
Úlfur Úlfur fögnuðu nýverið 10 ára starfsafmæli með einskonar afeitrun og verðskulduðu fríi frá hvorum öðrum. Það var notalegt og nauðsynlegt en nú snúa þeir úr þessu fríi í hvínandi gír og þá fyrsta mál á dagskrá að heyra í Hauk og halda ball.
Laugardaginn 15 október á græna hattinum verða þessi 10 ár rifjuð upp en einnig horft til framtíðar. Fyrst og fremst verðum við samt í núinu, syngjandi og trallandi í banastuði.
Aðgangseyri er 3.500kr og er miðasala hafin á www.graenihatturinn.is
 
Hvenær
laugardagur, október 15
Klukkan
21:00-23:30
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
3500