Til baka

Úrval

Úrval

– valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri

Safneign
Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
25. ágúst 2018 - 11. október 2020

Snemma á fjórða áratug 20. aldar hóf Akureyrarbær formlega að kaupa listaverk og voru fyrstu kaupin málverk eftir Freymóð Jóhannsson. Í dag á bærinn um 700 listaverk af fjölbreyttu tagi.

Eftir að Listasafnið á Akureyri var stofnað 1993 og falin umsjón með verkunum, var sú stefna valin að hafa sem flest verk uppi á veggjum stofnana bæjarins. Þannig er safneignin sýnileg starfsmönnum og íbúum bæjarins.

Á þessari sýningu er athyglinni beint að safneign Listasafnsins. Til sýnis eru nokkur úrvalsverk eftir íslenska listamenn, sem flestir eiga rætur sínar að rekja til Akureyrar eða Eyjafjarðar. Við val á verkunum var fjölbreytni höfð að leiðarljósi sem og kynjajöfnun en safneignin samanstendur að meirihluta til af verkum eftir karlmenn. Það er þó áhugaverð staðreynd að verkum eftir konur fjölgar þegar nær okkur dregur í tíma.

Sýningarstjórar: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Haraldur Ingi Haraldsson og Hlynur Hallsson.

Hvenær
25. ágúst - 11. október
Klukkan
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar