Til baka

Húslestrar í Sigurhæðum

Húslestrar í Sigurhæðum

Hlynur Hallsson les sjálfsævisögu Matthíasar Jochumssonar

Komdu og hlustaðu á meðan lesið er fyrir þig og þú sötrar á tei, kaffi eða drykk í notalegu umhverfi dagstofu Sigurhæða - og ert jafnvel með teikniblokk og skriffæri með í förum til að rissa upp mynd eða skrá hjá þér hugdettur, eða þá prjóna eða jafnvel hekl- eða útsaumsverkefni. Samvera í raun, lifandi miðill. Viðburður sem opinn er öllum og enginn aðgangseyrir er að. Börn og ungmenni sérstaklega velkomin.
Vikulegir lestrar sem hefjast mánudaginn 13. maí og framhald næstu mánudaga á eftir á sama tíma.
Hlynur Hallsson myndlistarmaður og fyrrverandi dagskrárgerðamaður á RÚV les úr hinni snilldar sjálfsævisögu Matthíasar Jochumssonar: Sögukaflar af sjálfum mér.
Sögukaflar voru gefnir út á Akureyri tveimur árum eftir andlát Matthíasar, árið 1922. Matthías er fæddur 1835 og uppalinn í undraveröld Breiðfirskrar náttúru, kemst í nána snertingu við pólitískt umrót og uppgang í verslun, viðskiptum, siglingum og menningu í Breiðafirði. Og það er bara upphafið.
Verkið er skrifað af einlægni og á sér þá sérstöðu að vera meðal fyrstu íslensku sjálfsævisagnanna. Matthías skrifaði það á margra ára tímabili á Sigurhæðaárunum og skrifpúltið sem hann vann sem mest við er á staðnum. Og mögulega hann sjálfur líka.

Hvenær
mánudagur, maí 13
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Flóra culture house - concept show - studios - shop, Akureyri