Til baka

Skaðvaldar - Bjargvættir

Skaðvaldar - Bjargvættir

Pálína Guðmundsdóttir myndlistamaður opnar myndlistarsýningu í Kaktus.

Pálína Guðmundsdóttir myndlistamaður opnar myndlistarsýninguna Skaðvaldar - Bjargvættir föstudaginn 10. mai kl. 20-22 í Kaktus Listagilinu á Akureyri. Sýningin er opin þessa einu helgi milli kl.14-17 og lýkur 12.maí á sunnudag.

Sýningin er innsetning fleiri jafnstórra málverka sem unnin voru í Herhúsinu á Siglufirði á Covid tímanum.

Verkin fjalla um þá skynjun að vera á ferð á framandi slóðum og mæta óþekktum einstaklingum sem ýmist reynast vera hinir mestu skaðvaldar eða óvæntir bjargvættir. Oftar en ekki birta fjölmiðlar fréttir af Íslendingum í viðlíka aðstæðum.

Málverk sýningarinnar virðast við fyrstu sýn vera keimlík en við nánari skoðun er ekki allt sem sýnist. Þeir sem virðast vera bjargvættir geta í raun verið úlfar í sauðagærum og bjargvættirnir koma og fara eins og þruma úr heiðskíru lofti, oft er ekki ráðrými til að þakka þeim greiðann, kannski vita þeir ekki einu sinni að þeir hafi gert gagn. Í lok árs 2022 gaf Pálína út bókina Andlit/Faces og þar má kynna sér betur upplýsingar um list hennar, eins á heimasíðunni https://gudrunpalina.wixsite.com/palinagudmundsdottir

Hvenær
föstudagur, maí 10
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Kaktus, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir