Til baka

Fjaran

Íslenskur texti
English text 

FjaranFjaran

Fjaran er eitt elsta hverfi Akureyrar. Norðurmörk hennar voru þar sem Aðalstræti 18 stóð en það hús eyðilagðist íHúsið sem fór í aurskriðunni aurskriðu vorið 1990. Þegar horft er til suður Aðalstrætið er rétt að hafa hugfast að öll gömlu húsin á vinstri hönd eru byggð á uppfyllingu sem mokað var með handafli úr brekkunni á móti. Þá var fjöruborðið þar sem gatan er nú og jafnvel nær brekkurótinni á köflum. Fyrsta íbúðarhúsið í Fjörunni reis 1827 en hið næsta ekki fyrr en 1835. Bæði voru úr torfi. Nokkru seinna eða um 1850 hélt timbrið innreið sína í Fjöruna og þá tóku litlu húsin á hægri hönd að rísa og mynda þau nú eina elstu samfelldu húsaröð landsins.

Fjaran

Smátt og smátt tóku menn við sér og á næstu áratugum reis gamla húsaröðin í Fjörunni, vestan Aðalstrætis, sem enn stendur að mestu óbrjáluð. Þar ráku veitingakonur og -karlar greiðasölu, þar voru prentsmiðjur, þar bjó um skeið fyrsti íslenski barnabókahöfundurinn, Jón Sveinsson – að vísu á barnsaldri – og þar bjó líka þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þar var íslenska templarareglan stofnuð og þar reistu Akureyringar sér kirkju.

Austan Aðalstrætis má sjá nýklassík í byggingalist er ruddi sér til rúms um aldamótin 1900. FjaranBestu dæmin eru Aðalstræti 15 og 19. Fyrrnefnda húsið var byggt árið 1903 fyrir Magnús Kristjánsson ráðherra. Þessi húsagerð hefur líka verið kölluð íslensk timburklassík. Gluggar voru stærri, lofthæð meiri og húsin einfaldlega rýmilegri á alla kanta, tvílyft og með valmaþaki. Gjarnan voru þau nokkuð skrautleg svo minnti á hallir endurreisnartímans í Evrópu – Renaissance – að vísu smækkaðar nokkuð.

Aðalstræti 16 var byggt árið 1900. Sannarlega glæsilegt hús, byggt með því skilyrði að almenningur mætti nota langa pallinn á framhlið þess sem gangstétt. Hér bjuggu Espholinbræður en þeir voru athafnamenn og brautryðjendur. Þeir urðu fyrstir Íslendinga til að auglýsa flugvélar til sölu og einn þeirra, Ingólfur Espholin, varð frumkvöðull að íslenskum hraðfrystiiðnaði. Gula húsið til hægri heitir Gudmanns Minde eða Gamli spítali. Það er elsta tvílyfta húsið á Akureyri, byggt 1835. Gamli spítali - Gudemands MindeKaupmaðurinn Friðrik Gudmann gaf bænum húsið undir spítala árið 1874 og var þess sérstaklega getið að spítalinn „tæki sex fullorðna og tvö börn“. Þarna var baðhús bæjarins og Akureyringar gátu komist í „baðferð með steypibaði“ á miðvikudögum – gegn pöntun.

Handan við götuna þar sem Aðalstræti og Hafnarstræti renna saman eru suðurmörk gömlu Akureyrarinnar. Þarna reis árið 1778 fyrsta íbúðarhúsið á Akureyri. Það brann í desember 1901. Á rústum gamla hússins reis glæsilegt sveitserhús, Hafnarstræti 3) sem árið 1906 varð símstöð bæjarins en þá komst Ísland í beint ritsímasamband við Evrópu. Sama ár kom út fyrsta símaskráin á Akureyri. Hún var ein blaðsíða og símnotendur 52.

 Mynd af skiltinu


 

Gamli spítali - Gudemands MindeThe shore

Looking south along the shore, it is of note that the houses on the left side of Aðalstræti are built on landfill, formed by manually shifting soil from the slope opposite. The shoreline was where the street is now. The first dwelling here dates from 1827, followed by another in 1835; both built of turf. Around 1850, the fashion for timber houses reached Fjara, giving rise to the row of houses on the right hand side of the street, now one of the oldest continuous lines of dwellings in Iceland.

In front of you is Aðalstræti 16, built in 1900, constructed Aðalstræti 16on the premise that the townspeople could use its veranda as a pavement. The yellow house on the right is Gudmanns Minde, or The Old Hospital. It is the earliest two storey house in Akureyri, built in 1835. The merchant Friðrik Gudmann gifted the building to the town for use as a hospital in 1874. Here, on Wednesdays, people could also book a shower. Across the street, where Aðalstræti and Hafnarstræti converge, is the southern boundary of old Akureyri. Here, the first residential house was built in 1778. It burned to the ground in December 1901 and was replaced by Hafnarstræti 3, which used to be Akureyri's telephone exchange.

Picture of the sign