Til baka

Listagilið

Miðpunktur listalífsins á Akureyri er í Kaupvangsstræti, nánar tiltekið í Grófargili sem í daglegu tali er nefnt Listagilið.

Á árum áður var þarna umfangsmikil iðnaðarstarfsemi á vegum Kaupfélags Eyfirðinga í öllum byggingum en smám saman hvarf sú starfsemi og eftir stóðu húsin tóm. Framsýnt fólk fékk þá hugmynd að stuðla að því að húsin yrðu lögð undir ýmsa listastarfsemi og sú varð raunin. Frá þeim tíma hefur lista- og menningarstarf blómstrað í Listagilinu. Þar er að finna eitt flottasta listasafn landsins, Listasafnið á Akureyri. Auk starfsemi safnsins eru ýmis félög, vinnustofur, veitingahús, verslanir og margt fleira sem hafa þar aðsetur.

Í Listagilinu er Gilfélagið með starfsemi sína í Deiglunni og þar eru haldnar myndlistarsýningar, fundir, tónleikar o.fl. Einnig heldur félagið úti starfsemi listamannaíbúðar sem er efst í Listagilinu.

Söfnin á Akureyri.