Til baka

Menning

Listasafnið á Akureyri

Safnið leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum.
Söfn
Myndlist

Leikfélag Akureyrar

Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. LA sem nú er leiklistarsvið Menningarfélags Akureyrar hefur sitt aðal aðsetur í fallegu húsi sem stendur nærri hjarta Akureyrar , Samkomuhúsinu. Leiklistarsvið MAk mun einnig sviðssetja verkefni sín á sviðum Hofs. Hamraborg og Hömrum. Verkefnaskrá LA hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt, klassísk íslensk og erlend verk, ný íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleikir.
Sviðslistir

Listagilið

Miðpunktur listalífsins á Akureyri er í Kaupvangsstræti, nánar tiltekið í Grófargili sem í daglegu tali er nefnt Listagil.
Söfn
Myndlist

Mjólkurbúðin - Myndlistarfélagið

Tilgangur og markmið Myndlistarfélagsins er að efla samtök myndlistarmanna, vera málsvari og gæta hagsmuna þeirra.
Myndlist

Hvítspói Gallerý

Hvítspói er vinnustofa og sýningarsalur textíllistakonunnar Önnu Gunnarsdóttur sem notar m.a. ull, roð og leður í listaverk sín.
Myndlist

Græni hatturinn

Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins enda boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá allt árið um kring.
Tónlist

Menningarhúsið Hof

Fyrirmyndaraðstaða fyrir fjölbreytilega viðburði á sviði tónlistar, leiklistar, danslistar og ráðstefnuhalds.
Sviðslistir
Myndlist

Kaktus

Kaktus er samfélag ungra listamanna á Akureyri.
Myndlist

Deiglan - Gilfélagið

Í Deiglunni sem staðsett er í Listagilinu er aðsetur Gilfélagsins sem stofnað var árið 1990. Félagið hefur einnig umsjón með gestavinnustofu Gilfélagsins sem staðsett er efst í Listagilinu.
Myndlist

Veggverk

VeggVerk er heiti á sýningarrými sem er á vesturhlið Strandgötu 17 á Akureyri.
Myndlist

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands var stofnuð haustið 1993 og fyrstu tónleikarnir voru haldnir 24. október það ár undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Tónlist

Gudmanns Minde - Gamli spítali

Gudmanns Minde eða Gamli spítali var reistur árið 1835 af Baldvini Hinrikssyni Scagfjord járnsmið. Í húsinu er nú rekin starfsemi Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Menning

Héraðsskjalasafnið

Hlutverk safnsins sem er undir þaki Amtsbókasafnsins, er söfnun og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda héraðssögunnar, til notkunar fyrir stjórnsýslu, stofnanir og einstaklinga.
Menning

Kórastarf á Akureyri

Kórastarf á Akureyri á sér langa forsögu og er með miklum blóma. Bæjarbúar eru duglegir við að syngja saman, jafnt ungir sem aldnir undir faglegri stjórn. Hér að neðan má sjá lista yfir starfandi kóra á Akureyri.
Menning
Tónlist

Skilti bæjarins

Ýmsan fróðleik má finna á skiltum bæjarins og hafa fjölbreytt verkefni verið sett í gang í þeim tilgangi. Má þar helst nefna Söguvörðurnar og fræðsluskilti í útivistarsvæðum bæjarins.
Menning

Holt - hús Öldu Halldórsdóttir (Hrísey)

Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni.
Menning

Hús Hákarla Jörundar (Hrísey)

Í þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi. Þarna má sjá vísi að safni og einnig er þar rekin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.
Menning

Norðanbál - gestavinnustofa í Hrísey

Listahópurinn Norðanbál rekur gestavinnustofu í Gamla barnaskólanum í Hrísey.  Hann er innréttaður  með vinnustofu og þremur svefnherbergjum til útleigu fyrir listamenn hvaðanæva úr heiminum.
Menning