Til baka

Akureyrarflugvöllur og flugvallarrúta

Akureyrarflugvöllur er einn af fjórum alþjóðaflugvöllum á Íslandi og sá eini sem staðsettur er á Norðurlandi. Hann er opinn allt árið og í gegnum hann fara á bilinu fjögur til níu flug á dag til Reykavíkur  og annarra áfangastaða á Norðurlandi. Auk þess er áætlunarflug til Grænlands frá vellinum yfir sumartímann.

Opnunartími:
Daglega allt árið frá 07:00-23:00
Undantekningar frá opnunartíma: 24. og 25. desember er opið 07:00-16:00 báða dagana.
Lokað: Nýjársdag (1. jan), Páskadag og Jóladag (25. des).
Möguleiki á sveigjanlegum opnunartíma vegna leigufluga, allt árið.

Til og frá flugvellinum:
Frá flugvellinum og inn í miðbæ Akureyrar eru u.þ.b. 3 km ( rúmlega hálftíma gangur eða 5 mínútna keyrsla).
* Leigubílar eru staðsettir við flugvöllinn en einnig er hægt að panta slíkan bil í síma 461 1010 eða í gegnum tölvupóst bso@bso.is.
* Flugrúta verður í fyrsta sinn í boði sumarið 2022 og hefst þjónustan 1.júni sjá nánar hér
Fyrir gangandi vegfarendur er falleg gönguleið frá miðbænum eftir Drottningarbrautinni á göngustíg sem liggur út að flugvelli.

Þjónusta á flugvellinum:

  • Fjórar bílaleigur eru með starfsemi á flugvellinum; Hertz, Avis, Europcar og Thrifty.
  • Veitingastaður er í flugvallarbyggingunni þar sem boðið er upp á léttar máltíðir, drykki og sælgæti.
  • Icelandair sér um alla þjónustu sem snýr að farþegaflutningum sem og flutning á farangri.
  • Tollfrjáls verslun fyrir farþega sem ferðast milli landa.
  • Upplýsingar um komur og brottfarir.

Flugfélög sem nota Akureyrarflugvöll:

  • Icelandair: Áætlunarflug milli Akureyrar og Reykjavíkur.
  • Norlandair: Áætlunarflug frá Akureyri til Grímseyjar, Grænlands, Vopnafjarðar og Þórshafnar á Langanesi.
  • Mýflug: Flugfélagið sér um sjúkraflug fyrir svæðið allan sólarhringinn auk þess sem boðið er upp á útsýnisflug fyrir ferðamenn.
  • Ferðaskrifstofur á svæðinu bjóða einnig upp á bein flug frá flugvellinum til ýmissa áfangastaða

Vefsíða Akureyrarflugvallar: um flugvallar 

Frekari upplýsingar um völlinn (á ensku):  about the airport

Nánari upplýsingar

Vefsíða Akureyrarflugvallar: um flugvallar 

Frekari upplýsingar um völlinn (á ensku):  about the airport