Til baka

Akureyrarflugvöllur

Akureyrarflugvöllur er einn af fjórum alþjóðaflugvöllum á Íslandi og sá eini sem staðsettur er á Norðurlandi. Hann er opinn allt árið og í gegnum hann fara á bilinu fjögur til níu innanlandsáætlunarflug á dag til Reykavíkur, Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar, einnig millilandaflug.

Opnunartími:
Daglega allt árið frá 07:00-23:00
Undantekningar frá opnunartíma: 24. og 25. desember er opið 07:00-16:00 báða dagana.
Lokað: Nýjársdag (1. jan), Páskadag og Jóladag (25. des).
Möguleiki á sveigjanlegum opnunartíma vegna leigufluga, allt árið.

Til og frá flugvellinum:
Frá flugvellinum og inn í miðbæ Akureyrar eru u.þ.b. 3 km (rúmlega hálftíma gangur eða 5 mínútna keyrsla).
* Leigubílar eru staðsettir við flugvöllinn en einnig er hægt að panta bíl í síma 461 1010 eða í gegnum tölvupóst bso@bso.is.
* Fyrir gangandi vegfarendur er falleg gönguleið frá miðbænum eftir Drottningarbrautinni á göngustíg sem liggur út að flugvelli.
* Flugrúta/flugstrætó er með pöntunarferðir til og frá flugvellinum sjá nánar hér.

Þjónusta á flugvellinum:
Fjórar bílaleigur eru með starfstöð á flugvellinum; Hertz, Avis, Europcar og Thrifty.
Veitingastaður er í flugvallarbyggingunni þar sem boðið er upp á léttar máltíðir, drykki og fleira.
Icelandair sér um alla þjónustu sem snýr að farþegaflutningum sem og flutning á farangri.
Tollfrjáls verslun er fyrir farþega sem ferðast milli landa.
Vefsíða Akureyrarflugvallar - m.a. upplýsingar um komur og brottfarir.
Bílastæði við flugstöðina eru gjaldfrjáls en leggja má í takmarkaðan tíma á stæðum næst flugstöðinni (athugið að til stendur að hefja gjaldtöku á árinu 2024).
Akureyri Airport Bus býður upp á ferðir til og frá flugvellinum - en panta þarf þjónustuna fyrirfram. Hægt er að skoða leiðarkerfið hér og hvernig panta á ferð, verð og fleira hér

Flugfélög sem eru með fasta starfsemi á Akureyrarflugvelli:
Icelandair: Áætlunarflug milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Norlandair: Áætlunarflug frá Akureyri til Grímsey, Vopnafjarðar og Þórshafnar á Langanesi ásamt millilandaflugi til Grænlands.
Mýflug: Flugfélagið sér um sjúkraflutninga auk þess sem boðið er upp á útsýnisflug.
Circle Air: Býður upp á útsýnisflug.
Easyjet (til Gatwick - Bretland), VoigtTravel (Holland) og Edelweiss/Kontiki Travel (Sviss) 

Nokkrar ferðaskrifstofur bjóða einnig upp á beint flug frá flugvellinum til ýmissa áfangastaða bæði í áætlunarflugi og leiguflugi m.a. Verdi Travel, Úrval Útsýn, Heimsferðir, Trans-Atlantic, Nonni Travel, Tango Travel, Aventura, Kompaní ferðir o.fl.