Til baka

Leiðin til Akureyrar

Ýmsir möguleikar eru á samgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og annarra staða á Norðurlandi. Má þar nefna flug, rútur, strætó, ferjur og leigubíla. Það tekur um 40 mínútur að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og gera þarf ráð fyrir 4-5 klst. ef ekið er eftir þjóðvegi 1 (um 386 km). Leið 57 með Strætó gengur á milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Flug: Icelandair flýgur daglega allt árið milli Reykjavíkur og Akureyrar, alt að 5 flug á dag hvora leið. 

Strætó/rútur: Áætlunarferðir með Strætó eru í boði milli Reykjavikur og Akureyrar allt að tvær - hvora leið, nánast allt árið. 
Einnig eru í boði áætlunarferðir milli Akureyrar, þéttbýliskjarna og bæja á Norðurlandi og Austurlandi.

Áætlunarferðir Strætó til Akureyrar frá Reykjavík - leið 57 - eru farnar frá Mjóddinni í Breiðholti (einnig Ártúni og Háholt í Mosfellsbæ). Frá Akureyri til Reykjavíkur er lagt af stað fyrir utan Menningarhúsið Hof á Akureyri (Strandgötu 12 - stoppustöðin er merkt). Hægt er að sjá áætlanir á heimasíðunni strætó.is eða í síma 540 2700.   

Miða er hægt að kaupa í bílnum eða hægt að panta á www.straeto.is og kaupa á bensínstöðvum Olís.
Yfirleitt leggja langferðarbílarnir af stað sbr eftirfarandi (birt með fyrirvara um breytingar)

Frá Akureyri til Reykjavíkur:
Daglega allt árið (2x á dag nema laugardaga og fimmtudaga): kl. 10.15 (koma kl. 16.44) og kl. 16.20 (koma kl. 22.49). 
Frá Reykjavík til Akureyrar:
Daglega allt árið (2x á dag nema laugardaga og fimmtudaga): kl. 9.00 (koma kl. 15.29) og kl. 17.30 (koma kl. 23.59)

Áætlunarferðir um Norður - og Norðausturland
HÉR má sjá áætlunarferðir um Norður- og Norðausturland með Strætó.

Fyrir allt Ísland, má finna upplýsingar um aðrar áætlunarferðir hér.

Norlandair býður beint flug til Grímseyjar frá Akureyrarflugvelli og tekur ferðin um 30 mínútur. Einnig er hægt að sigla með ferjunni Sæfara frá Dalvík og tekur það um 3 klukkustundir. 

Ferjan Sævar gengur oft á dag frá Árskógssandi til Hríseyjar og tekur ferðin aðeins um 15 mínútur. 

Athugið að frítt er í strætó innanbæjar á Akureyri og munið eftir bilfreiðastæðaklukkunum ef þið eruð á bíl. Þær má nálgast í bönkum, á bensínstöðvum, í menningarhúsinu Hofi og víðar.

 

Veggjald fyrir Vaðlaheiðargöng á þjóðvegi 1 (Austan við Akureyri)

Til að greiða veggjald fyrir Vaðlaheiðargöng bjóðast tveir kostir:

  1. Greiða eina ferð á www.veggjald.is. Hver ferð gildir sólarhring frá greiðslu. 
  2. Stofna aðgang á www.veggjald.is þar sem stök ferð gjaldfærist sjálfkrafa og hægt að kaupa fleiri ferðir á afsláttarkjörum. 

 ATH! Ef keyra á fram og til baka í gegnum göngin þarf að borga fyrir tvær ferðir. Ekki er hægt að fá ferðina endurgreidda.

Hægt er að greiða eina ferð í síðasta lagi þremur klukkustundum eftir að ekið er í gegn. Ef ekki næst að greiða fyrir þann tíma er rukkun send í heimabanka á eiganda/umráðamann ökutækis ásamt innheimtugjaldi. 

ATH! Skráðir eigendur bílaleigubíla eru bílaleigurnar sjálfar. Bílaleigur geta bætt við umsýslugjaldi, við afhendingu bifreiðarinnar, ef þau fá reikning fyrir ógreidda ferð í gegnum göngin.

Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni https://www.veggjald.is. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuborð alla virka daga frá 10:00-12:00 og 13:00-15:00 í síma 464 1790, eða í tölvupósti á netfangið info@tunnel.is