Bílastæði og greiðsluleiðir

Gjaldsvæði:
Tvö gjaldsvæði eru í og við miðbæ Akureyrar, P1 og P2. Gjaldskyldutími er sá sami á báðum gjaldsvæðum, frá kl. 10:00 – 16:00 virka daga. Hægt er að skoða kort stórt hér
Tímabundin gjaldsvæði: Innan gjaldsvæða P1 og P2 er að finna afmörkuð svæði, samsíða götum, þar sem leyfilegur hámarkstími er 2 klst. Þessi tímabundnu gjaldsvæði eru merkt með skiltum þar sem hámarkstími kemur fram. 

Gjald og greiðsluleiðir:
Gjald fyrir hverja klst. er 200 kr. á svæði P1 og 100 kr. á svæði P2 skv. verðskrá 2022.
Mælt er með að notaðar séu rafrænar greiðsluleiðir í snjallsíma (app) til að greiða fyrir afnotin. EasyPark (www.easypark.is) og Parka.is (www.parka.is).
Einnig eru þrír stöðumælar staðsettir í miðbæ Akureyrar, við Skipagötu, Túngötu og Gilsbakkaveg. Hægt er að greiða fyrir gjaldsvæði P1 og P2, bæði ótímabundin og tímabundin gjaldsvæði í öllum þremur stöðumælunum. 
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um greiðsluleiðir o.fl. á akureyri.is

Græn stæði og rafmagnshleðslustæði
Græn stæði og rafmagnshleðslustæði eru bifreiðastæði fyrir bifreiðar sem eingöngu ganga fyrir umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. rafmagni, vetni eða metani. Þessum bifreiðum er einum heimilt að leggja í græn stæði sem merkt eru með sérstöku skilti. Séu græn stæði innan gjaldskylds svæðis eru þau gjaldskyld.

Séu græn stæði með rafmagnshleðslu gildir það sama um þau og önnur græn stæði að ef þau eru á gjaldskyldu svæði þá eru þau gjaldskyld. Almennt má bifreið ekki standa í rafmagnshleðslustæði í lengri tíma en það tekur að fullhlaða bílinn.