Samgöngur

Almennt

Áætlunarferðir með Icelandair og Strætó eru í boði allt árið milli Reykjavíkur og Akureyrar. Vegalengdin milli Reykjvíkur og Akureyrar er um 386 km.

Leiðin til Akureyrar

Ýmsir möguleikar eru á samgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og annarra staða á Norðurlandi. Má þar nefna flug, rútur, strætó, ferjur og leigubíla. Það tekur um 40 mínútur að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og gera þarf ráð fyrir 4-5 klst. ef ekið er eftir þjóðvegi 1 (um 386 km).

Millilandaflug

Allt árið er boðið upp á áætlunarflug frá fjölbreyttum áfangastöðum.

Innanbæjar

Akureyri er tiltölulega nettur og þægilegur bær og því stutt á milli staða. Flugvöllurinn er í 5 mínútna akstur frá miðbænum, áætlunarferðir strætó eru með stoppustöð við menningarhúsið Hof og skemmtiferðaskipahöfnin er í 5 mínútna gönguleið frá miðbænum.

Bílaleigur og rútufyrirtæki

Allar helstu bílaleigur eru á Akureyri og nokkur rútufyrirtæki

Frítt í strætó

Á Akureyri er frítt í strætó sem gengur frá kl. 6.28 til 22.36 alla virka daga og frá 12.18 til 18.55 um helgar.

Hrísey og Grímsey

Hrísey og Grímsey eru hluti af sveitarfélaginu Akureyrarbær. Ferjuáætlun er í boði til eyjanna allt árið auk þess að einnig er flogið er til Grímseyjar allt árið.

Akureyrarflugvöllur

Akureyrarflugvöllur er einn af fjórum alþjóðaflugvöllum á Íslandi og sá eini sem staðsettur er á Norðurlandi. Frá vellinum eru dagleg áætlunarflug og leiguflug.

Bílastæði og bifreiðastæðagjöld

Á Akureyri eru bílastæði gjaldskyld, val er um tvö gjaldsvæði. Hér má einnig finna upplýsingar um greiðslur ofl.