Til baka

Bílastæði og bifreiðastæðagjöld

Gjaldsvæði

  • Tvö gjaldsvæði eru í og við miðbæ Akureyrar, P1 og P2. Gjald fyrir hverja klst. er 218 kr. á svæði P1 og 109 kr. á svæði P2. Gjaldskyldutími er sá sami á báðum gjaldsvæðum, frá kl. 10:00 – 16:00 virka daga.
  • Tímabundin gjaldsvæði. Innan gjaldsvæða P1 og P2 er að finna afmörkuð svæði, samsíða götum, þar sem leyfilegur hámarkstími er 2 klst. Þessi tímabundnu gjaldsvæði eru merkt með skiltum þar sem hámarkstími kemur fram. Á meðfylgjandi uppdrætti eru þau afmörkuð með svörtum punktalínum.


Gjald og greiðsluleiðir
Gjald fyrir hverja klst. er 218 kr. á svæði P1 og 109 kr. á svæði P2 skv gjaldskrá árið 2024 (uppfært mars 2024).

Mælt er með að notaðar séu rafrænar greiðsluleiðir í snjallsíma (app) til að greiða fyrir afnot af gjaldskyldum bifreiðastæðum. Sjá nánar greiðsluleiðir hér
Eða
EasyPark (www.easypark.is), Parka.is (www.parka.is) og Verna (www.verna.is) bjóða upp á þessa þjónustu.
Þrír stöðumælar eru einnig staðsettir í miðbæ Akureyrar, við Skipagötu, Túngötu og Gilsbakkaveg. Hægt er að greiða fyrir gjaldsvæði P1 og P2, bæði ótímabundin og tímabundin gjaldsvæði í öllum þremur stöðumælunum. 

Hægt er að fá nánari upplýsingar um greiðsluleiðirnar og fleira á meðfylgjandi síðu sjá hér.