Til baka

Fatlaðir og hreyfihamlaðir

Aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða

Finna má net göngustíga um bæinn sem henta hjólastólum og við aðalbrautir eru hljóðmerki við gangbrautarljósin. Aðgengi að helstu stöðum er gott eins og að söfnum og almenningssalernum bæjarins sem finna má í Hofi og Listasafni Akureyrar.

Frítt er í strætisvagna bæjarins og eru þeir með hjólastólaaðgengi. 

Enginn leigubíll er með sérhannaða aðstöðu fyrir hjólastóla fyrir utan þá sem hægt er að leggja saman og geyma í skottinu / farangurgeymslunni.
Eitt fyrirtæki AkurinnBus sem er í farþegaflutningum býður upp á sérhannaðan bíl með lyftu sem getur tekið allt 3 hjólastóla og nokkra farþega þar að auki. 
Akurinn bus, Sími: 8450090, Netfang: akurinnbus@gmail.com