Acco er vel staðsett, í hjarta bæjarins við Ráðhústorgið. Þaðan er stutt í alla þjónustu, veitingastaði, Hof menningarhús og aðeins 10 mínútna akstur í skíðaparadísina í Hlíðarfjalli.
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa göngugötuna. Í boði eru 16 sameiginleg herbergi sem rúma 4-8 manns og 7 tveggja manna herbergi, en val er um svefnpokapláss eða uppábúin rúm.
Apotek Guesthouse stendur við Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar og því mjög stutt að skæja alla þjónustu. Helstu verslanir, veitinga- og skemmtistaðir Akureyrar eru í göngufjarlægð og stutt er í sundlaugina.
Auðnir er staðsett í fallegu og rólegu umhverfi fyrir neðan Hraundranga í Öxnadal. Næsti bær við Auðni er Hraun í Öxnadal þar sem þjóðarskaldið okkar Jónas Hallgrímsson bjó.
ÁS er fjölskyldurekin íbúðar-og heimagisting fyrir einstaklinga, fjölskyldur og minni hópa. Boðið er upp á uppbúin rúm fyrir 10 manns og í sértilfellum bætt við aukadýnum fyrir börn. Handklæði fylgja öllum rúmum. Aðgangur að þráðlausu neti fylgir gistingu.
Íbúðin er vel staðsett og er í göngufæri frá miðbænum, Sundlaug Akureyrar, Glerártorgi og ýmsum kaffi- og veitingahúsum. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, auk stofu og eldhúss. Í hverju herbergi eru tvö einbreiðrúm sem að hægt er að breyta í tvíbreið rúm, ef þess er óskað.
Bjarmó er sjarmerandi heimagisting í hjarta bæjarins. Staðsetningin er frábær og stutt í allt það mikilvægasta; 5 mínútna ganga í sundlaugina sem og í göngugötuna þar sem verslanir, veitingastaði og kaffihús er að finna.
Centrum gistiheimili er staðsett á 2. hæð í miðri göngugötunni þannig að stutt er í allt það besta sem bærinn hefur upp á að bjóða. Í sameigninni er að finna aðgang að eldavél, örbylgjuofni og ískáp ásamt öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldunum.
FE Accommodation er lítið gistihús staðsett við sundlaugina ofan við Listagilið, rétt fyrir ofan miðbæinn. Í öllum herbergjum er baðherbergi, sjónvarp og frítt internet. Hægt er að panta morgunverð.
Gistiheimilið Pétursborg stendur við veg 817, 5 km norðan við Akureyri eða í um það bil 7 mínútna akstri frá bænum. Boðið er upp á gistingu annarsvegar í gistiheimili og hinsvegar sumarhúsi.
Gistiheimilið AkurInn er opið allan ársins hring. Það er staðsett við miðbæinn og í göngufæri við Sundlaug Akureyrar, fjölda veitingastaða, kaffihúsa, bari, skemmtistaða og safna auk verslana.
Gistiheimilið er fyrir sunnan heimskautsbauginn eða rétt við "gamla" heimskautsbaugstáknið" og við hlið flugstöðvarinnar. Boðið er upp á 8 herbergi, 16 uppábúin rúm eða svefnpokapláss með eða án morgunmats.
Vel útbúið einbýlishús á góðum stað í Eyjafjarðarsveit. Fallegur staður fyrir þá sem yndi hafa af fuglum. Stutt í sundlaug, rómaðan Jólagarð og Smámunasafn Sverris Hermannssonar.
Gistiheimilið er í Brekkugötu 8 og er opið allt árið. Gistiheimilið er með 19 herbergi alls. Boðið er upp á uppbúin rúm og svefnpokapláss, eldunaraðstöðu og morgunmat (skv. samkomulagi).
Gistiheimilið Gullsól er staðsett í brekku með útsýni yfir höfnina og þorpið. Boðið er upp á 8 uppábúin rúm ásamt sameiginlegu eldhúsi, setustofu og baðherbergi. Opið er allt árið.
Gistiþjónustan Lónsá er opin allan ársins hring. Hún er staðsett við Þjóðveg nr. 1 í rólegu hverfi við bæjarmörk Akureyrar. Aðeins er um 2 mínútna akstur til Akureyrar.
Skammt frá Akureyri er boðið upp á dvöl til lengri eða skemmri tíma í notalegum parhúsum og sérhúsi allt árið um kring. Húsin eru staðsett á fallegum stað þar sem gott útsýni er yfir Eyjafjörðinn.
Skjaldarvík er 5 km frá Akureyri. Þar er boðið upp á gistingu í 27 fallega búnum herbergjum með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu, morgunverður er innifalinn. Herbergin eru eins til fjögurra manna.
Lítið og heimilislegt gistiheimili í hjarta bæjarins. Þrjú björt og rúmgóð 1-4 manna herbergi með sjónvarpi. Uppábúin rúm eða svefnpokapláss. Góð eldunaraðstaða og morgunverður í boði.
Gistiheimilið er 120 m2 og með 4 svefnherbergi. Gestir hafa aðgang að stofu, tveim baðherbergjum og eldhúsi og annarri þjónustu eins og gervihnattarsjónvarpi og litlum bát.
Gistiheimilið Súlur, Þórunnarstræti 93 er opið allt árið. Boðin er gisting í 1-4 manna herbergjum með aðgang að eldhúsi. Sjónvarp er á öllum herbergjum og þráðlaus nettenging. Stutt í alla helstu þjónustu, menningarstofnanir og afþreyingu.
Hótelið bíður upp á 8 stór og rúmgóð herbergi með sér baði. Verönd er við öll herbergin þar sem gott er að sitja og njóta útsýnis yfir fjöllin, hafið og Akureyri.
Um er að ræða nýstárlegt hostel staðsett í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið göngugötunni. Við bjóðum upp á pod klefa með snjallsjónvarpi, öryggishólfi og fleira. Hverjum klefa fylgir læstur skápur. Hjá okkur er boðið upp á frítt internet og hægt er að leggja bílnum í frítt stæði í nágrenninu.
Notaleg orlofsíbúð miðsvæðis á Akureyri, þar sem leitast er við að mynda heimilislegt andrúmsloft fyrir gestina. Íbúðin er tveggja herbergja og skiptist í svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og stofu með þægilegum sófa þar sem tveir geta sofið. Eldhúsið er með flestum þægindum og baðherbergið er með sturtu.
Hótel Akureyri er lítið en vel búið hótel þar sem rík áheyrsla er lögð á persónulega þjónustu. Hótelið er staðsett steinsnar frá miðbæ Akureyrar, þaðan sem óhindrað útsýni yfir Eyjafjörð svíkur engan.
Hótel Natur er alls búið 36 herbergjum: 27 tveggja manna herbergjum, 7 eins manns og 2 fjölskylduherbergjum sem öll eru með baði, sjónvarpi og nettengingu.
Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og er vel staðsett í hjarta bæjarins þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, söfn, sund og veitingastaði.
Hótel Kjarnalundur er 66 herbergja hótel í aðeins 3,5 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Hótelið býður upp á notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan.
Útsýnið yfir Akureyri, Eyjafjörð og til fjalla er stórbrotið. Húsin eru ný standsett og eru vel útbúin með öllum helstu nútímaþægindum svo sem sjónvarpi, 4G neti, útvarpi, CD spilara, barnarúmi, barnastól og gasgrilli.
Hrímland íbúðir eru staðsettar miðsvæðis þ.e. í Standgötu 29 við sjóinn með frábæru útsýni yfir pollinn. Húsið er á 3 hæðum og með lyftu. Boðið er upp á 16 íbúðir í heild, hver rúmar 2 til 4 gesti.
Hvítahúsið er opið allt árið. Staðsetningin er góð, beint fyrir ofan Listagilið, örstutt í miðbæinn, sundlaugina og á flesta veitingastaðina á svæðinu. Þetta er fjölskyldurekið gistiheimili, uppábúin rúm og handklæði eru í herbergjum.
Icelandair hótel Akureyri er vinalegt hótel með 99 fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.
Vandaðar íbúðir í hjarta Akureyrar í rólegu íbúðarhverfi með fallegu útsýni yfir Pollinn. Sérhver íbúð er með velútbúnum gistirýmum fyrir allt að sex manns, m.a. með nettengingu, sjónvarpsflatskjá, þvottaaðstöðu og aðgengi að góðum garði með grilli.
Íbúðin er með tveim tveggja manna herbergjum með uppbúnum rúmum og handklæðum. Íbúðin er með öllum húsbúnaði, eldavél, sjónvarpi, útvarpi, örbylgjuofn, ískáp, sturtu og barnarúmi.
Íbúðin er á bænum Geldingsá í Vaðlaheiði, 7 km frá Akureyri. Húsið er á fallegum stað með útsýni inn Eyjafjörðinn og út í fjarðarmynnið með miðnætursólina á sumrin og beint yfir á Akureyri og skíðabrekkur Hlíðarfjalls. Íbúðarhúsið er tveggja hæða steinhús sem hefur verið endurnýjað og breytt í orlofshús.
Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, annað herbergið er með tvíbreiðu rúmi en hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Í stofunni er svefnsófi. Í íbúðinni eru uppábúin rúm, þráðlaust net og sjónvarp ásamt öllum helstu nauðsynjum. Ofan á heildarverð bætist þrifakostnaður.
Ferðaþjónustan Öngulsstöðum III býður upp á gistingu í 17 herbergjum með baði, tveggja- til fjögurra manna, ásamt íbúð með tveim herbergjum, eldhúskrók og setustofu.
Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru tvær studíó íbúðir, þrjú fjölskyldu herbergi (4 manna), átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð og fjölskyldu herbergi fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum.
Our Guesthouse er staðsett í miðbæ Akureyrar og er örstutt í helstu veitingastaði og verslanir. WiFi er ókeypis og einnig ókeypis bílastæði við húsið. Gestir hafa aðgang að eldhúsi þar sem í boði er frítt kaffi og te. Þar má einnig finna ískáp, örbylgjuofn, brauðrist og annan búnað.
Place to read - gamla Apótekið - er eitt fallegasta húsið í innbænum á Akureyri. Húsið er leigt í einu lagi, en þar geta 12 manns gist í þremur íbúðum. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, fjögur baðherbergi, gott bókasafn, sauna, heitur pottur, skíða- og hjólageymsla.
Gistiheimilið Akureyri Hostelling International stendur við þjóðveg númer 1. Stutt er í verslanir, matsölustaði og söfn. Bónus er í 100 metra fjarlægð og 200 metrar eru í verslunarmiðstöðina Glerártorg.
Sveitahótelið Sveinbjarnargerði er staðsett við þjóðveg nr.1 um 10 mínútna akstur frá Akureyri. Þar eru 51 tveggja manna herbergi, 3 þriggja manna, 5 eins manns og 3 fjölskylduherbergi (fyrir fjóra) - öll með baði.
Sæluhús bjóða upp á 7 glæsileg hús til leigu. Eru þau vel útbúin í alla staði með heitum potti, stórri verönd, þrem svefnherbergjum, stofu og eldhúsi. Í húsunum er þvottavél og þurrkari. Þráðlaust net og flatskjáir eru í öllum íbúðum og húsum.
Á tjaldsvæðinu í Hrísey er snyrtiaðstaða á neðri hæð Íþróttamiðstöðvar sem er beint fyrir ofan tjaldsvæðið. Þar er heitt og kalt vatn, sturta og snyrtingar.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti er venjulega opið frá miðjum júní til 31. ágúst. Það er vel staðsett í miðjum bænum, rétt við Sundlaug Akureyrar. Á svæðinu er góð snyrtiaðstaða og sturtur. Stutt í verslunina Strax við Byggðaveg.
Þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna fara um landið ár hvert á húsbílum og með fellihýsi. Með slíkum ferðamáta eiga ferðalangar kost á að notast við ferðasalerni.