Til baka

Gistiheimilið Básar

Gistiheimilið er fyrir sunnan heimskautsbauginn eða rétt við "gamla" heimskautsbaugstáknið" og við hlið flugstöðvarinnar. Boðið er upp á 8 herbergi, 16 uppábúin rúm eða svefnpokapláss með eða án morgunmats. Möguleiki er fyrir fatlaða að gista.
Sameiginleg eldhúsaðstaða, setustofa og þvottahús er fyrir gesti.
Hægt er að panta kvöldverð þar sem boðið er upp á sérrétti frá Grímsey. 

Opið er allt árið.
Gæludýr eru ekki leyfð á eyjunni.  

Gistiheimilið Básar
Básum
611 Grímsey
Sími: 467 3103
Netfang: basar@visir.is
Heimasíða: https://www.gistiheimilidbasar.is/
Facebook