A! er fjögurra daga gjörningahátíð sem nú er haldin í fimmta sinn. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Menningarfélags Akureyrar, Leikfélags Akureyrar, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavik Dance Festival og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar.
Aðventuævintýri á Akureyri hefst alla jafn á laugardegi fyrstu aðventuhelgina fyrir jól með því að ljósin eru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku. Aðventuævintýri á Akureyri stendur fram að jólum og í eðlilegu árferði rekur hver viðburðurinn annan. Þetta árið verður minna um viðburði en engu að síður er aðventan yndislegur tími til að njóta með sínum nánustu.
Leikarnir voru fyrst haldnir 1976 og hafa verið árviss viðburður síðan og notið vaxandi hylli allra sem þar hafa komið nálægt, bæði barna og fullorðinna. Þetta er lang fjölmennasta skíðamót landsins, hátt í 1.000 keppendur á aldrinum 7-15 ára keppa í svigi og stórsvigi, göngu, bæði hefðbundinni og með frjálsri aðferð, að ógleymdri keppni í þrautabraut. Leikarnir eru haldnir í lok apríl.
Arctic Open er alþjóðlegt golfmót og hefur verið haldið frá árinu 1986. Mótið fer fram á Golfvelli Akureyrar að Jaðri og stendur í þrjá daga, þaraf eru tveir keppnisdagar. Mótið er það eina sinnar tegundar í heiminum, það er að segja spilað yfir hánótt að staðartíma. Golfvöllurinn að Jaðri er einn af nyrstu 18 holu golfvöllum í heimi. Mótið fer fram í lok júni ár hvert.
Gamlárskvöld er boðið upp á brennu við Réttarhvamm, haldin böll og skemmtanir auk þess sem bæjarbúar taka þátt í hátíðarhöldunum með miklum myndarbrag með því að skjóta upp flugeldum um miðnætti.
Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn.
Bíladagar eru með stærri íþróttaviðburðum sem haldinn er á Íslandi og er einskonar árshátíð allra áhugamanna um bíla, hjóla og mótorsports almennt. Bílaklúbburinn býður upp á sér tjaldsvæði þessa daga fyrir gesti sína þar sem fólk getur fengið að gista á svæðinu og fengið gúmmífnykinn beint í æð alla dagana. Á svæðinu er einnig boðið upp á opnar æfingarbrautir fyrir alla gesti Bíladaga.
Dekurdagar eru árlegur viðburður um miðjan októbermánuð. Þar njóta vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hægt er að velja úr fjölda viðburða sem gleðja hjartað og verslanir og fyrirtæki bjóða mörg hver upp á ýmiskonar dömulega afslætti af þessu tilefni.
Þéttskipuð og fjölbreytt dagskrá um verslunarmannahelgina á Akureyri. Vinsælasta tónlistarfólk landsins stígur á stokk. Margt annað er í boði fyrir alla aldurshópa; tónleikar, böll, íþróttaviðburðir, tivolí, hoppukastalar og svo margt fleira.
Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Sumardaginn fyrsta opna um 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi undir heitinu Eyfirski safnadagurinn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.
Sú hefð hefur myndast þegar listasafnið opnar nýjar sýningar sameinast listamenn, hönnuðir og verslanir í kring og skapa hálfgerða karnivalstemningu með opnunum, viðburðum, tónlist og tilboðum í verslunum. Með þessu samstarfi hefur skapast afar skemmtileg stemning í Listagilinu, svokallaður Gildagur.
Göngugarpar og annað útivistarfólk kemst í skipulagðar gönguferðir um Eyjafjörð í nánast allt sumar. Ferðafélag Akureyrar og fleiri aðilar í firðinum bjóða upp á alls kyns forvitnilegar ferðir með leiðsögn. Allt frá léttum kvöldgöngum yfir í krefjandi fjallgöngu á við 24 tinda gönguna.
Halló páskar á Akureyri er ógleymanleg upplifun. Hvort sem þú vilt fara á góða tónleika, renna þér á skíðum í Hlíðarfjalli, skella þér í eina albestu sundlaug landsins eða gera vel við þig og þína í mat og drykk - þá er Akureyri rétti staðurinn.
Aflýst 2020
Handverkshátíðin verður nú haldin í 27. sinn. Um 100 hönnuðir og handverksfólk selja fatnað, keramik, snyrtivörur, textílvörur og skart sem oftar en ekki er unnið úr rammíslensku hráefni.
Árlega eru haldnir Hjóladagar á Akureyri sem fara fram upp úr miðjum júlí. Mótorhjólkúbburinn Tían stendur fyrir viðburðinum og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem hentar öllu áhugafólki um vélhjól.
Aflýst 2020. Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert og stendur yfir heila helgi. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna, fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.
Íslensku vetrarleikarnir (Iceland Winter Games) fara næst fram árið 2018 og eru viðburðirnir víða um Norðurland en með áherslu á Hlíðarfjall. Mótið er haldið í starfi við Norwegian Open sem er sambærilegt stórmót í Noregi. Keppt er í ýmsum greinum frjálsra skíðaíþrótta (freeskiing), á snjóbrettum og fjöldi annarra viðburða og næturdagskrá.
Birtan flæðir um krók og kima á bjartasta tíma ársins. Drekktu í þig menninguna um allan bæ þegar Jónsmessunni er fagnað á Akureyri. Hátíðin er haldin helgina eftir aðfaranótt Jónsmessunnar 24. júní.
Listasumar á Akureyri 2020 hefst 3. júlí og lýkur 31. júlí. Ævintýrin gerast nefnilega á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta saman.
Aflýst 2020
Líf og starf fólks í Gásakaupstað miðalda er endurvakið á Miðaldadögum sem haldnir eru um miðjan júlí ár hvert. Kaupstaðurinn iðar af lífi og starfi miðaldafólks með fjölbreyttustu viðfangsefni. Iðnaðarmenn með brennisteinshreinsun, tré- og járnsmíðar, útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Bogar og örvar eru smíðaðir. Knattleikur er iðkaður af miklu kappi. Gestir kynnast vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna og er fátt eitt upptalið.
Mótið er fyrir 5.flokk drengja og er stærsta árlega knattspyrnumót landsins með á fimmtánda hundrað þáttakendur auk þjálfara og liðsstjóra. Mótið er haldið um mánaðarmótin júní / júlí og stendur í 4 daga.
Árlegur viðburður sem fer fram í byrjun júlí. Mótið hefst á föstudagsmorgni og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldinu. Á þessu móti taka þátt kempur kvenna og karla í eldri kantinum sem rifja upp gamla takta. Mótið fer fram á Íþróttasvæði þórs við Hamar.
Sjómannadeginum er fagnað á Akureyri, í Grímsey og Hrísey á formlegan hátt. Settur er krans við minnismerki sjómanna, guðþjónustur helgaðar sjómönnum og bátar og skútur sigla um Eyjafjörðinn.
Grímseyingar halda bæjarhátíð í tilefni af sumarsólstöðunum í dagana 20.- 23. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í allskyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Vetrarfrí á Akureyri eru ógleymanleg upplifun. Hvort sem þú vilt renna þér á skíðum í Hlíðarfjalli, skella þér í eina albestu sundlaug landsins eða gera vel við þig og þína í mat og drykk, þá er Akureyri rétti staðurinn.