Leikarnir voru fyrst haldnir 1976 og hafa verið árviss viðburður síðan og notið vaxandi hylli allra sem þar hafa komið nálægt, bæði barna og fullorðinna. Þetta er lang fjölmennasta skíðamót landsins, hátt í 1.000 keppendur mæta á Andrés Andar leikana - á aldrinum 7-15 ára.
Gamlárskvöld er boðið upp á brennu við Réttarhvamm, haldin böll og skemmtanir auk þess sem bæjarbúar taka þátt í hátíðarhöldunum með miklum myndarbrag með því að skjóta upp flugeldum um miðnætti.
Markmið Barnamenningarhátíðar á Akureyri er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem efla sköpunarkraftinn.
Bíladagar eru með stærri íþróttaviðburðum sem haldinn er á Íslandi og er einskonar árshátíð allra áhugamanna um bíla, hjóla og mótorsports almennt. Bílaklúbburinn býður upp á sér tjaldsvæði þessa daga fyrir gesti sína þar sem fólk getur fengið að gista á svæðinu og fengið gúmmífnykinn beint í æð alla dagana. Á svæðinu er einnig boðið upp á opnar æfingarbrautir fyrir alla gesti Bíladaga.
Dekurdagar eru árlegur viðburður um miðjan októbermánuð. Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, fjölskyldur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur.
Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Sumardaginn fyrsta opna um 18 söfn og sýningar við Eyjafjörð dyr sínar fyrir gestum og gangandi undir heitinu Eyfirski safnadagurinn. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum.
Göngugarpar og annað útivistarfólk kemst í skipulagðar gönguferðir um Eyjafjörð nánast allt árið. Ferðafélag Akureyrar býður upp á alls kyns forvitnilegar ferðir með leiðsögn.
Hríseyjarhátíðin fer fram í júlí ár hvert síðan 1997. Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a. í óvissuferðum um eyjuna, fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.
Mótið er fyrir 5.flokk drengja og er stærsta árlega knattspyrnumót landsins með á fimmtánda hundrað þáttakendur auk þjálfara og liðsstjóra. Mótið er haldið um mánaðarmótin júní / júlí og stendur í 4 daga.
Páskar á Akureyri er ógleymanleg upplifun. Hvort sem þú vilt fara á safn, renna þér á skíðum, skella þér í hressandi gönguferð eða gera vel við þig og þína í mat og drykk.
Árlegur viðburður sem fer fram í byrjun júlí. Mótið hefst á föstudagsmorgni og lýkur með lokahófi á laugardagskvöldinu. Á þessu móti taka þátt kempur kvenna og karla í eldri kantinum sem rifja upp gamla takta. Mótið fer fram á Íþróttasvæði þórs við Hamar.
Sjómannadeginum er fagnað víða á landinu og er hefð við því að fagna honum víða um Eyjafjörðin, má þar m.a. nefna Grímsey, Hrísey, Ólafsfjörð og Akureyri.
Líf og starf fólks í Gásakaupstað miðalda er endurvakið á Miðaldadögum sem haldnir eru um miðjan júlí ár hvert. Kaupstaðurinn iðar af lífi og starfi miðaldafólks með fjölbreyttustu viðfangsefni. Iðnaðarmenn með brennisteinshreinsun, tré- og járnsmíðar, útskurð, leirgerð og viðgerðir á nytjahlutum. Bogar og örvar eru smíðaðir. Knattleikur er iðkaður af miklu kappi. Gestir kynnast vígfimum Sturlungum og vígamönnum í för erlendra kaupmanna og er fátt eitt upptalið.
Vetrarfrí á Akureyri eru ógleymanleg upplifun. Hvort sem þú vilt renna þér á skíðum í Hlíðarfjalli, skella þér í eina albestu sundlaug landsins eða gera vel við þig og þína í mat og drykk, þá er Akureyri rétti staðurinn.