Til baka

Listasumar á Akureyri (júlí)

Listasumar á Akureyri 2020 verður sett 3. júlí og lýkur 31. júlí. Ævintýrin gerast nefnilega á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta saman. Einnig er fjöldi listasmiðja í boði fyrir börn og fullorðna sem tilvalið er að prófa.

Heimili Listasumars á samfélagsmiðlum er finna á facebook síðu Akureyrarbæjar og á Instagram. Einnig mælum við með að gestir Listasumars noti myllumerkin #listasumar #hallóakureyri og #akureyri

Verkefnastjórn Listasumars er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt að senda honum línu í netfangið listasumar@akureyri.is

*English version HERE

Styrkir á Listasumri 2020

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 26. febrúar.

Akureyrarstofa leitar að áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 3. júlí og lýkur 31. júlí 2020.

Alls eru 23 styrkir í boði, um 1.400.000 kr. Styrkjum fylgir afnot af rými í Deiglunni, Listasafninu á Akureyri, Menningarhúsinu Hofi, Davíðshúsi, Minjasafninu á Akureyri eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum.

 

Veittir verða 4 styrkir til stakra þriðjudagsviðburða í húsnæði Gilfélagsins, Deiglunni.
Hver styrkur er 50.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Deiglunni degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Gilfélagsins, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum, aðgangur að uppsetningarbúnaði Deiglunnar. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.
Umsóknareyðublað HÉR

Veittir verða 4 styrkir til stakra miðvikudagsviðburða í Listasafninu á Akureyri.
Hver styrkur er 50.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að rými í Listasafninu degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og á listak.is, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.
Umsóknareyðublað HÉR

Veittir verða 4 styrkir til stakra fimmtudagsviðburða í Menningarhúsinu Hofi.
Hver styrkur er 65.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Nausti, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og MAK, aðgangur að borðum og stólum. Einnig er hægt að fá aðgang að starfsfólki, tækjabúnaði og miðasölukerfi MAK gegn hóflegu gjaldi.
Umsóknareyðublað HÉR

Veittir verða 4 styrkir til stakra laugardagsviðburða í Davíðshúsi eða Minjasafninu á Akureyri.
Hver styrkur er 35.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Davíðshúsi/Minjasafni, æfing fyrir viðburð daginn áður eða fyrr, starfsfólk Davíðshúss og Minjasafnsins verður til aðstoðar og sér um að stóla og auglýsa viðburðinn. Aðgangur að einföldu hljóðkerfi.
Umsóknareyðublað HÉR

Veittir verða 3 styrkir til helgarviðburða í húsnæði Gilfélagsins, Deiglunni.
Hver styrkur er 65.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Deiglunni degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Gilfélagsins, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum, aðgangur að uppsetningarbúnaði Deiglunnar. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.
Umsóknareyðublað HÉR

 

Veittir verða 2 styrkir til 3ja daga listasmiðju í húsnæði Rósenborgar.
Hver styrkur er 120.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Rósenborg, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Rósenborgar, aðgangur að tækjabúnaði, borðum og stólum, bókað sýningarrými fyrir afrakstur í Rósenborg á Akureyrarvöku og merktur viðburður í dagskrá Akureyrarvöku. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

Veittir verða 2 styrkir til 2ja daga listasmiðju í húsnæði Rósenborgar.
Hver styrkur er 80.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Rósenborg, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Rósenborgar, aðgangur að tækjabúnaði, borðum og stólum, bókað sýningarrými fyrir afrakstur í Rósenborg á Akureyrarvöku og merktur viðburður í dagskrá Akureyrarvöku. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

Ætlast er til að listasmiðjurnar fari fram á tímabilinu 6. júlí. - 17. júlí og gert ráð fyrir sýningu á afrakstri á Akureyrarvöku í Rósenborg. Mælt er með hóflegu þátttökugjaldi sem nota má fyrir efniskostnaði og/eða öðrum verkþáttum.
Umsóknareyðublað HÉR

 

Eingreiðslan er veitt að viðburði loknum og þarf styrkþegi að skila stuttri greinargerð um viðburðinn, aðsókn og hvernig til tókst í netfangið listasumar@akureyri.is.

Við úthlutun er litið til fjölbreytileika í starfsemi, aldurs þátttakenda, jafnréttis og sýnileika.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 26. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála í netfanginu almara@akureyri.is