Til baka

Listasumar á Akureyri (júlí)

Listasumar á Akureyri 2021 verður sett 2. júlí og lýkur 31. júlí. Ævintýrin gerast á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman. Einnig er fjöldi listasmiðja í boði fyrir börn og fullorðna sem tilvalið er að prófa.

Verkefnastjórn Listasumars er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt að senda honum línu í netfangið listasumar@akureyri.is

*English version HERE


Styrkir Listasumars 2021

Akureyrarstofa leitar að áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri. Í boði eru fimm verkefnastyrkir á fyrirfram ákveðnum dögum og stöðum. Einnig eru þrír styrkir fyrir 2ja daga og þrír styrkir fyrir 3ja daga listasmiðjur í júlí.

Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2021.


Verkefnastyrkir

Laugardagurinn 3. júlí - Menningarhúsið Hof
Styrkur að upphæð 150.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Hömrum með einföldu hljóðkerfi á viðburðadegi, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Menningarfélags Akureyrar, aðgangur að borðum og stólum. Miðasala fer í gegnum mak.is. Hægt er að fá aðgang að starfsfólki og tækjabúnaði gegn gjaldi. Nánari upplýsingar um hvað er innifalið í Hömrum má finna á mak.is

Helgin 2.-4. júlí - Deiglan, Listagilið
Styrkur að upphæð 180.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Deiglunni degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Gilfélagsins, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum, aðgangur að uppsetningarbúnaði Deiglunnar. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

Laugardagurinn 10. júlí - Deiglan, Listagilið
Styrkur að upphæð 150.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Deiglunni degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Gilfélagsins, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum, aðgangur að uppsetningarbúnaði Deiglunnar. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

Laugardagurinn 17. júlí - Listasafnið á Akureyri
Styrkur að upphæð 150.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að rými í Listasafninu degi áður og degi eftir, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og á listak.is, aðgangur að einföldu hljóðkerfi, skjávarpa, borðum og stólum. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

Laugardagurinn 24. júlí - Minjasafnið á Akureyri eða Davíðshús
Styrkur að upphæð 150.000 kr. eingreiðsla, aðgangur að Minjasafninu eða Davíðshúsi, æfing fyrir viðburð daginn áður eða fyrr, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Minjasafnsins, starfsfólk Davíðshúss og Minjasafnsins verður til aðstoðar. Aðgangur að einföldu hljóðkerfi.


Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar HÉR.
Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2021.


Listasmiðjustyrkir

2ja daga listasmiðja í húsnæði Rósenborgar í júlí
Styrkur að upphæð 80.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Rósenborg, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Rósenborgar, aðgangur að tækjabúnaði, borðum og stólum. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.

3ja daga listasmiðja í húsnæði Rósenborgar í júlí
Styrkur að upphæð 120.000 kr. eingreiðsla, bókaður viðburður í Rósenborg, merktur viðburður í kynningarefni Listasumars og Rósenborgar, aðgangur að tækjabúnaði, borðum og stólum. Einnig er hægt að fá aðgang að aðstoð starfsmanns gegn hóflegu gjaldi.


Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar HÉR.
Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Umsóknarfrestur er til og með 23. maí 2021.


Þátttaka í dagskrá Listasumars

Þeir sem hafa áhuga á að halda viðburði undir merkjum Listasumars geta sent verkefnastjóra lýsinginu á viðburðinum í netfangið almara@akureyri.is eða hringt í síma 460-1157. 

Opið er fyrir þátttöku til og með 6. júlí.

 

Nánari upplýsingar

 

Heimili Listasumars á samfélagsmiðlum er finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram.

 

Einnig mælum við með að gestir Listasumars noti myllumerkin #listasumar #hallóakureyri og #akureyri