Til baka

Listasumar á Akureyri (júlí)

Listasumar á Akureyri 2021 verður sett 2. júlí og lýkur 31. júlí. Ævintýrin gerast á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman. Einnig er fjöldi listasmiðja í boði fyrir börn og fullorðna sem tilvalið er að prófa.

Verkefnastjórn Listasumars er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt að senda honum línu í netfangið listasumar@akureyri.is

*English version HERE


Þátttaka í dagskrá Listasumars

Þeir sem hafa áhuga á að halda viðburði undir merkjum Listasumars geta sent verkefnastjóra þátttökuumsókn.

Lokað hefur verið fyrir þátttöku í Listasumri 2021


Styrkir Listasumars 2021

Akureyrarstofa leitar að áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri. Í boði eru fimm verkefnastyrkir á fyrirfram ákveðnum dögum og stöðum. Einnig eru þrír styrkir fyrir 2ja daga og þrír styrkir fyrir 3ja daga listasmiðjur í júlí.

Lokað hefur verið fyrir styrktarumsóknir.


 

 

Nánari upplýsingar

 

Heimili Listasumars á samfélagsmiðlum er finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram.

 

Einnig mælum við með að gestir Listasumars noti myllumerkin #listasumar #hallóakureyri og #akureyri