Listasumar 2.- 31. júlí 2021

Listasumar á Akureyri 2021 verður sett föstudaginn 2. júlí og lýkur þann 31. júlí. Ævintýrin verða til á Listasumri með fjölbreyttum uppákomum og upplifunum þar sem gestir og bæjarbúar njóta viðburða saman. Listasmiðjur á Listasumri 2021 skipa veglegan sess eins og hefð er fyrir. Fjölbreyttar smiðjur fyrir börn og fullorðna eru í boði í júlí.

Verkefnastjórn Listasumars er í höndum Almars Alfreðssonar. Hægt er að senda honum línu í netfangið listasumar@akureyri.is

Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Menningarhúsið Hof, Sundlaug Akureyrar, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan.

Nánari upplýsingar:

Heimili Listasumars á samfélagsmiðlum er finna á Facebooksíðu Akureyrarbæjar og á Instagram.
Einnig mælum við með að gestir Listasumars noti myllumerkin #listasumar #hallóakureyri 

 English version HERE

VIÐBURÐADAGATAL

* Birt með fyrirvara um breytingar