Upplýsingamiðstöð

Upplýsingar um Akureyri

Allt helstu upplýsingar um Akureyri og næsta nágrenni er að finna á heimasíðu okkar www.visitakureyri.is. Þar má nálgast upplýsingar um veitingastaði, kaffihús, afþreyingu, ferðir, viðburði, áhugaverðastaði, gistingu, samgöngur, gönguleiðir og margt, margt fleira.
Þar finnur þú einnig bæklinga og kort af bænum á rafrænu formi (sjá hér) en hægt er að nálgast prentað efni í Sundlaug Akureyrar og á Amtsbókasafninu.
Ef þig vantar frekari upplýsingar um Akureyri má einnig hringja í síma 460 1000 eða senda okkur tölvupóst á netfangið info@visitakureyri.is eða í gegnum facebook.com/Komdunordur

Ef þig vantar upplýsingar um Norðurland almennt má skoða hér og ef málið varðar landsbyggðarstrætó má hafa samband við Strætó í síma 540 2700 eða fara á heimasíðu þeirra www.straeto.is

Upplýsingamiðstöðinni í Menningarhúsinu Hofi hefur verið lokað a.m.k. tímabundið frá 1.febrúar 2021.